Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1903, Side 66

Eimreiðin - 01.09.1903, Side 66
226 hver finnur ekki lýsinguna (menn verða að þekkja frummálin, þvi á þeim er þó annar blær en á þýðingunum)? En bæði þessi miklu skáld hafa samt kveðið svo, að lýsingarnar geta átt við hvar sem er. En hversu öðru vísi er ekki alt þetta í kvæðakerfinu »Hafsins börn«! Eitthvað hefir vakað fyrir hinu hómeriska skáldi, þegar hann kaliar sjóinn »uoXúcpAotaj3o?,« marghljóðandi, margþjótandi — það er eitt orð, en það innibindur mikið. Hjá Guðmundi er það hvorki Mið- jarðarhafið né Grikklandshaf, þessi innilokuðu höf eru of þröng, og þó að þar komi stormar og bárur, þá er það ekki eins stórkostlegt eins og úthafið eða reginhafið; það er einmitt þetta haf, okkar haf, sem Guðmundur sér; þetta haf verður að töfrahafi, leikandi, hvínandi, belj- andi, öskrandi, syngjandi með öllum röddum og öllum tónum, óhemju- legt og indælt um leið, og í þessu hafi hljóma indæl ástarljóð — óþrotleg löngun og ástarþrá — löngun eftir einhverju sem ekki er unt að ná, og því sterkari og því meira kveljandi — maður veit ekki hvað maður á að gera af sér. En skáldleg nautn er í því. Og hvað er svo þetta töfrahaf? Er það ekki djúp sálarinnar — er ekki haf- mærin sú vera, sem maðurinn þráir og þreyir eftir en ekki nær? Þetta verður hver að skilja eins og hann vill eða getur. »Fagurfræðingarn- ir*1 geta kannske liðað þetta i sundur og spreytt sig á því, eins og grasafræðingarnir liða blómin sundur, en ég hefi enga lyst á þvi; mað- ur veit hvað mikið verður úr skáldskapnum, þegar þannig er farið að. Ég fer þess vegna ekkert út i hið einstaka, en ég skal samt gera fá- einar athugasemdir. Mér finst ekki rétt að láta hafmeyjuna hafa lík- amseðli, því hún er andi eða svipur, hugsjónarleg vera, en ekki líkami. Þess vegna á ekki við að segja að hún sé vot; »titrandi mardögg draup af augnahárum;« »hann margkysti af hafseltu döggvotan hvarm;« en sama kemur fyrir hjá Goethe: »aus dem bewegten Wasser rauscht — ein feuchtes Veib hervor;« og hjá Jónasi Hallgrímssyni (»Sæunn hafkona«): »vel skal stijúka vota lokka« — »hárið er því vott með öllu« (smekkleysa); sama er að segja um þetta: »Hve brá honum nú við fótatakið« — ekkert »fótatak« getur hugsast hjá öndum eða svip- um. Þess vegna lætur Dante svipina í öðru lífi vera skuggalausa: Þeir finna að Dante er ekki einn af þeim, heldur maður með líkams- eðli, af því skugga ber af honum. (Grikkir sögðu c?u)(tÍ og eiStoXov, Rómverjar »umbra« — þeir blönduðu aldrei líkamlegu eðli þar við; norræn og íslenzk draugatrú er alt öðru vísi og grófari). : Þá kann ég heldur ekki við, að Auðunn dregur barnið upp á öngulinn — í öllum þessum dæmum fellur hið andlega eðli úr sjálfu sér og verður það, sem það ekki átti að vera Pá er »Sigrún í Hvammi.« Jón Ólafsson hefir ritað stuttlega um þetta í Nýju Öldinni. Sumir hafa hneykslast á þessum ljóðum; ég heyrði Guðmund einhveiju sinni lesa þau upp, en ég fylgdi þá ekki vel með; ég heyrði þá að tóninn í fólkinu var ekki sérlega hlýr. En þegar ég les þau, þá finst mér ekki eins mikil ástæða til að hneyksl- ast á þeim, eins og mörgu öðru, sem enginn hneykslast á. Það fór álíka og með Þorstein Erlíngsson, þegar hann orti »örlög guðanna«—-' 1 Mér er ekki vandara um en öðrum að nota þetta ljóta orð! »: -f

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.