Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Page 1

Eimreiðin - 01.09.1904, Page 1
Um skattamál íslands. Eftir yfirréttarmálaflutningsm. JÓN KRABBE. t*ær sívaxandi kröfur, sem gerðar eru til landssjóðsins, hafa gert það að verkum, að hvert einasta alþingi nú síðustu árin hefur orðið að fást við þá spurningu, hver ráð væru til að auka tekjur hans; og á hverju þingi hefur mönnum tekist að finná annaðhvort eldri skatta, sem mætti hækka, eins og t. d. útflutn- ingsgjald af hvalafurðum, aðflutningstoll af vínföngum og tóbaki, eða þá nýja skattstofna, svo sem vínfangasölu og innflutning á tegrasi og súkkulaði. En á síðasta alþingi kom mönnum þó saman um, að þetta mundi lítt hrökkva, svo að bráðlega mundi verða að auka tekjur landsins að miklum mun. þar sem þetta líka sjálfsagt reynist óhjákvæmilegt, þegar miðað er við síðustu fjárlög og önnur útgjaldalög, sem samþykt voru á síðasta þingi, þá virðist vel til fallið, að spurningin um tekjur landssjóðs sé tekin til íhugunar yfirleitt og í einu lagi; því skattalöggjöfinni er nú einu sinni svo farið, að hún er ekki vel til þess löguð, að verið sé að reyna að bæta hana með smábótum, og hún hefur t sér fólgin svo mikilsvarðandi atriði, að engin von er til þess, að henni verði gerð rækileg eða full skil á þeim stutta tíma, sem alþingi á kost á að verja til hennar. Að vísu er fjárhagur landssjóðs sem stendur góður, og jafn- vel þó eyða verði nokkrum hluta af viðlagasjóðnum á fjárhags- tímabilinu, mun stjórnin þó tæplega að þessu sinni þurfa að grípa til þeirrar heimildar til lántöku, sem henni var veitt. Pað væri líka sannarlega að leggja út á hálan ís, og hann vökóttan og stórhættulegan, að fara að taka lán, til þess að stand- ast almenn og vanaleg útgjöld. Sú leið — lántökuleiðin — verður frá fjárhagslegu sjónarmiði því að eins varin, að láninu sé varið til fyrirtækja, sem gefa landssjóði beinan arð, t. d. að afla sér eigna, svo sem járnbrauta, skipa og þvíuml., er svo mikið geti gefið í aðra hönd, að það fyllilega nægi til að standast vexti og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.