Eimreiðin - 01.09.1904, Síða 2
afborganir af því fé, sem í það hefur verið lagt, — eða þá að
fénu aftur sé varið til útlána, er bæði séu trygg og gefi vexti.
Séu þessi skilyrði ekki fyrir hendi, gera menn sig seka í því
stórkostlega glappaskoti, að varpa byrðunum yfir á framtíðina, og
getur slíkt glappaskot ekki sízt fyrir Island reynst harla viðsjár-
vert, þar sem náttúru landsins er svo háttað, að komið getur
óáran árum saman, og verður þá helmingi tilfinnanlegra að eiga
að greiða vexti og afborganir af gamalli fortíðarskuld einmitt
samtímis því, að harðindi og óaran draga úr tekjum landsins og
útflutningsstraumur fólksins lamar vinnukraft þess. Pví þegar ís-
land getur ekki verið laust við útfiutninga jafnvel í góðærum, þá
er hætt við, að enn meira mundi kveða að þeim, þegar harðæri
dyndi yfir, og þjóðin þá jafnframt yrði að bera ekki einungis
vanaleg gjöld, heldur líka í ofanálag standa straum af vöxtum og
afborgunum af skuldum landssjóðs.
Jafnve^ þótt láninu ætti að verja til svo sérstaklegra útgjalda
sem t. d. til útrýmingar fjárkláðans eða til vegalagninga og brúar-
gerða, mundi það tæpast geta réttlætt lántökuna frá fjárhagslegu
sjónarmiði; því slík og þvílík útgjöld geta komið fyrir aftur og
aftur á hverju fjárhagstímabili. Pað er að minsta kosti víst, að
um alllangt skeið ára munu koma fram nýjar útgjaldakröfur tii
brúa, hafna, ritsíma- og málsímalagninga innanlands, vitabygginga
og þess konar, svo að gera verður ráð fyrir allmiklum árlegum
útgjöldum í þessu skyni.
Skynsamleg fjárhagsstjórn verður því neydd til að ná jafn-
væginu annaðhvort með því, að draga úr útgjöldunum eða með
því að auka tekjurnar; og eftir því sem ráða má af rás viðburð-
anna, verður að minsta kosti ekki komist hjá hinu síðartalda.
En hvernig á þá að fara að því að auka tekjurnar?
Pegar vér nú lítum á þær tvær aðaltekjugreinir, sem lands-
sjóður nærist af — tekjur af eignum ha^s (3. og 4. gr. fjárlag-
anna) og tekjur af sköttum og gjöldum (2. gr. fjárl.) —, þá væri
það náttúrlega þægilegast, ef unt væri að auka hina fyrtöldu
þeirra; en þetta er auðvitað ekki mögulegt nema í litlum mæli.
Dálítið virðist þó mega gera i þá átt. I’annig má einkum benda
á þann tekjuauka, sem fá mætti með því, að takmarka skyldu
Landsbankans til að leggja 2°/o í varasjóð sinn af því 750,000
kr. seðlaláni, sem hann hefur þegið úr landssjóði, og láta bankann
1 þess stað greiða að minsta kosti 2°/o í vexti á ári til landssjóðs
(í staðinn fyrir i°/o, sem nú er greitt). Landsbankanum hefur nú