Eimreiðin - 01.09.1904, Síða 5
Aö mönnum ekki kom til hugar að leggja á eiginlegan fast-
eignaskatt, þegar skattalögin voru samin, var af góðum og gild-
um ástæðum, jafnlítið og þá kvað að kaupstöðum og verzlunar-
stöðum. En nú er alt öðruvísi ástatt; síðan 1879 hefur tala
kaupstaðarhúsa aukist úr 394 upp í nærfelt 2000, og eru þau nú
9—10 miljóna króna virði. I’essar fasteignir eru þannig orðnar
svo verulegur hluti af eignum þjóðarinnar, að athygli manna hlýtur
að beinast að þeim, þegar þörf verður á nýjum sköttum.
Fasteignir eru í sjálfu sér einkar vel fallnar til skattálögu;
það er auðvelt og ódýrt að innheimta skattinn, hann er viss tekju-
grein og fer jafnt vaxandi, eftir því sem framförin verður meiri;
skattsvik geta ekki átt sér stað, og skattinum má haga þannig,
að tillit sé tekið til skattþols manna, með því að veita undanþágu
frá skattinum eða linun í honum, þegar fasteignirnar eru mjög
lítils virði. Fasteignir eru því líka eðlilegur grundvöllur fyrir
skattálögum, af því að þær — jafnvel þó veðsettar séu — hafa
verðmætin fólgin í sér og eru því ígildi þjóðarauðsins í landinu
eða hluta af honum.
Einkum á íslandi virðast vera gildar ástæður til að leggja
slíkan skatt á; þeir skattar, og sem að sumu leyti eru mjög háir,
er í öðrum löndum hvíla á fasteignum sem stimpilgjald við kaup
og veðsetningar, sölulaun, hátt þinglýsingargjald o. s. frv., eru alls
ekki til á íslandi eða þá mjög óverulegir, og þeim ætti sjálfsagt
heldur ekki að koma á þar, af því þeir gera viðskifti manna langt-
urn örðugri. I’ar við bætist og, að auðvelt og ódýrt yrði að
koma skattinum á, af því menn frá hinum núverandi húsaskatti
þekkja virðingar á fasteignum, sem með einni einstakri smábreyt-
ing mætti nokkurnveginn leggja til grundvallar fyrir skattinum. —
Því meira sem lánsviðskiftin vaxa og veðsetningar fasteigna verða
almennari, því ljósara og berara mun það verða, að mikill hluti
af verðmætum landsins er laus við skatta. 1877 voru veðskuldir
manna mjög litlar og þá náði eignarskatturinn til þeirra; en nú er
t. d. í Reykjavík meira en 40°/o af virðingarverði bygginganna
veðsett, og mörg hús eru veðsett fyrir fullu virðingarverði þeirra.1
Nú á eignarskatturinn örðugt með að ná til veðskuldanna, af því
1 Sem kátlegc dæmi þessa má nefna, að samkvæmt I>andshagsskýrslunum er í
'lálknafirði til íasteign, sem virt er á 100,000 kr., en veðsett fyrir 250,000 og þannig
undanþegin öllum beinum sköttum til landssjóðs.