Eimreiðin - 01.09.1904, Side 8
sköttum um stundarstakir verður naumast komið í framkvæmd
nema að því er snertir beina skatta, því tíð hækkun og lækkun
tolla mundi leiða til þess, að menn færu að leita bragða til a5
geta farið í kringum tolllögin. Pessari reglu verður heldur ekki
komið á með hinum núgildandi beinu sköttum einum saman, þvf
útflutningsgjaldið af fiski og lýsi, sem er einn þátturinn í hinni
núverandi skipun beinu skattanna, ætti sjálfsagt ekki að hækka,.
þar sem það er skattur á framleiðslunni sjálfri. Hins vegar mundi
fasteignaskattur sá, sem hér er stungið upp á, ásamt hinum nú-
verandi sköttum á jarðeignum og lausafé, húsaskatti og tekju-
skatti verða skattasafn, sem hækka mætti með sömu mælitölu á
hvert hundrað, þegar þörf krefði. Fasteignaskatturinn mundi sem
sé ná til hér um bil allra þeirra, sem hafa tekjur af fiskiveiðum
og samkvæmt núgildandi lögum ekki greiða annan skatt en út-
flutningsgjaldið af fiski og lýsi. Að fasteignaskatturinn mundi
koma niður á fleirum og yfirleitt hvíla tiltölulega þyngst á kaup-
stöðunum, er að vísu satt; en þegar um skattálögur er að ræða,.
eru menn nú einu sinni neyddir til að leggja mikla áherzlu á það,
hverju komið verður í framkvæmd með hentugu móti; og auk
þess má líklega álíta fólksstrauminn úr sveitunum til kaupstaðanna
sem sönnun þess, að kaupstaðirnir og atvinna við fiskiveiðar séu
færari um að bera tiltölulega þyngri skattabyrðir en landbúnaður-
inn. Loks er það og vafamál, hvort útflutningsgjaldið af fiski og
lýsi hvílir að öllu leyti á sjómönnunum (fiskiveiðendum) eða hvort
það ekki, að minsta kosti að nokkru leyti, hvíiir á kaupmönnun-
um, sem flytja út fiskinn, og kaupendum hans erlendis — og ein-
mitt sú spurning gerir það að verkum, að ekki virðist ráðlegt a5
afnema þetta gjald, eins og stundum hefur verið stungið upp á
á íslandi.
Ef til vill þykir mönnum tillagan um fasteignaskatt ekki
hentug, og líka hugsanlegt, að mönnum virðist nauðsynlegt auk
hans að útvega aðrar enn meiri tekjur, til þess að standast árleg
útgjöld. fað er ekki ósennilegt, að hin reglulegu útgjöld muni
hækka talsvert í framtíðinni. Reyndar getur maður, sem er öllu
óviðkomandi, ekki að því gert, að líta með nokkurri efablendni á
nauðsyn hinna afarmiklu fjárveitinga á síðasta þingi til samgöngu-
bóta, og þá ekki síður, heldur margfalt fratnar á nauðsyn þeirra