Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Qupperneq 12

Eimreiðin - 01.09.1904, Qupperneq 12
172 tollanna, að hún sé praktisk og komi réttlátlega niður, verða menn líka að hafa nákvæmar gætur á því, hver áhrif tollurinn hefur á atvinnurekstur manna o: menn verða að gera sér ljóst, hvort menn með tollinum byggja verndarmúr fyrir framleiðslu innanlands, og athuga, hvort slík tollverndun er gagnleg fyrir landið. Pessi mikil- væga spurning er nú að vissu leyti komin á dagskrá á Islandi. Spurningin kom fyrir á síðasta þingi við umræðurnar um frum- vörpin um toll á smjörlíki (Margarine), osti og kartöflum. Það er mjög almenn skoðun á íslandi, að ef til þess komi að fjölga toll- unum, þá ætti að leggja toll á vefnaðarvöru, sem þá kæmi á toll- vernd fyrir baðmullar- og ullariðnað á íslandi. Og loks hafa menn nú á síðustu árum — að vísu nánast í ógáti — komið á tollvernd fyrir fáeinar vörur, sem annars kveður fremur lítið að, einkum vindla og brjóstsykur. I'ess gerist nú ekki þörf í þessari rannsókn, að ræða ræki- lega spurninguna um tollfrelsisverzlun gagnstætt tollverndun, sem annarstaðar veldur svo miklum ágreiningi. Á Islandi er málið ekki svo margbrotið eða flókið, og högum þannig háttað, að þar mundi tollverndun því nær í hvívetna fortakslaust verða til tjóns. Með tollvernd veita menn framleiðslunni innanlands ónáttúr- lega vernd. Með tollinum hækka menn verðlag á aðfluttu vörun- um og gera mönnum með því mögulegt að framleiða þessar vörur eða einhvers konar ígildi þeirra innanlands, jafnvel þótt framleiðslu- skilyrðin séu þar ekki eins góð eins og erlendis. Að slík aðferð sé óhagsýn og skaðleg, eru allir samdóma um, þegar svo stendur á, að framleiðsluskilyrðin eru langtum verri innanlands er erlendis. Engum dettur í hug að fara að efla silkirækt eða tóbaksrækt í Danmörku með tollvernd, eða vélasmíði og brennivínsgerð á ís- landi, jafnvel þótt í sjálfu sér sé unt að koma slíkum iðnaði á fót með aðflutningsbanni eða háum tolli. — Vafinn kernur þá fyrst til greina, þegar það liggur ekki í augum uppi, að framleiðsluskil- yrðin séu minni innanlands en erlendis. En um slíkan vafa mun ekki nema örsjaldan verða að ræða á íslandi. Um langflestar þær atvinnugreinir, sem koma mætti á fót með tollvernd, er það öld- ungis einsætt, að framleiðsluskilyrðin eru þar langtum lakari en erlendis; fyrst og fremst af því, að Island vantar þann mikla innlenda markað, sem er skilyrði fyrir framleiðslu í stórum stíl; en nú á tímum er einmitt framleiðsla í stórum stíl í flestum iðnaðargreinum orðin aðalskilyrðið fyrir því, að unt sé að framleiða ódýra vöru. Að útflutningi getur verndartollurinn nátt-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.