Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Qupperneq 18

Eimreiðin - 01.09.1904, Qupperneq 18
17» innlendri sykurgerð, sem uokkurveginn samsvarar tollinum á að- fluttum sykri; þar er og skattur á innlendri ölgerð og vínfanga- gerð. En við aðrar vörur er bæði erfitt og kostnaðarsamt að koma við innlendri skattálögu, t. d. einkum við vefnaðarvöru, og er það því ærin ástæða gegn því, að leggja toll á þá vöru á íslandi. Tilgangurinn með þessum athugasemdum er einkum sá, að að benda á nauðsynina á, að skattamál Islands séu tekin til ræki- legrar athugunar og umræðu í einu lagi, áður en menn fara að ráðast í breytingar eða umbætur á þeim. Hvort fremur skuli kjósa fasteignaskatt en hækkun á hinum núverandi aðflutningstoll- um, er spurning, sem tæplega verður úr skorið með nokkurri vissu án frekari þekkingar á öllum aukaatriðum, en sá getur haft, sem býr í öðru landi. En þó að hægt sé að benda á nýja skattstofna handa landssjóði, mega menn ekki fyrir því láta leiðast til að hafa minna gát á útgjöldunum. Nýir skattar eru auðvitað ekki ein- ungis óþægilegir, heldur líka, þegar þeir verða þungbærir, beinlínis skaðlegir fyrir þroskun og framfarir, með því þeir leggja hömlur á framleiðsluna og söfnun fjárafla. Pað ætti því aldrei að leggja á nýja skatta, nema þegar verulega nytsöm og bráðnauðsynleg út- gjöld verða til þess, að raska jafnvæginu, svo að annars yrði ekki hjá því komist, að taka lán og hleypa sér í skuldir. Sem stendur er það eitt af því, sem bezt er við búskaparlífið á íslandi, hve ódýrt er að lifa þar; en menn þurfa ekki að fara lengra en til Noregs, til þess að sjá, hve mjög menn geta með því, að gera dýrara að lifa, sem stafar af tollverndinni, og með þungbærum sköttum, sem stafa af altof miklum útgjöldum og lántökum bæði hjá ríkinu og sveitastjórnum, stöðvað þroska og framþróun og eflt fólksflutninga úr landinu. Og útflutningsstraumurinn frá Islandi er einmitt því miður orðinn svartasti bletturinn, sem rás viðburðanna hefur myndað, ekki aðeins af því, að hann lamar vinnukraft lands- ins, heldur einnig af því, að ekki getur hjá því farið, að hann lami traustið á landinu og framförum þess í augum annarra þjóða og þar af leiðandi veiki lánstraust þess. Kaupmannahöfn, í maí 1904.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.