Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Side 23

Eimreiðin - 01.09.1904, Side 23
suðurgermönsku fornþjóða, út yfir alt víðáttumikla sléttlendið og út yfir aðskiljandi höf, — í sannleika feiknamikið afreksverk. Árið 1886, dánarár vors kæra konungs, Lúðvíks II, varð ég fyrir hinum fyrstu óafmáanlegu áhrifum af Konráði Maurer; það var heima hjá afa mínum Carl von Prantl í Múnchen í forsælu hins risavaxna kastaníutrés í aldingarði okkar bak við St. Lúðvíks kirkju, sem allir þeir, er til Munchen hafa komið, munu kannast vel við. Miklu eldri menn en ég muna ekki til að þeir hafi nokkru sinni séð öllu gagn- andríkari, fríðari mann sýnum og mikilfenglegri en Maurer á efri ár- um hans, meðan hann enn var fullhraustur andlega og líkamlega. Maurer bar aldrei neina yfirhöfn; hann var þá í sams konar fötum og hann ber á öllum þeim mynd- um, sem eru í þessari grein og ég held að ég hafi aldrei séð hann í öðruvísi hversdagsfötum. Eitthvað blátt áfram, einfalt, há- tíðlegt og þó svo einstakt og sér- kennilegt fyrir Maurer einan, lá í búningi hans og öllu ytra útliti, sem fór þessum háa og iturvaxna manni svo vel, að hver sem átti tal við hann varð að gleyma bæði stað og stundu. Þegar er ég var drengur fanst mér svo sem ég lifði eitthvað eins og úr æfin- týri, eins og ég sæti hjá einhveij- um óendalega vitrum öldungi úr álfheimum, eða þegar ég síðar meir, meðfram af áhrifum Maurers, lét hina norrænu goðafræði fá kröftuglega á mig eins og opinber- unargeisla frá germanskri fomöld og útlegging Gerings af Eddu, sem Maurer gaf mér, fylgdi mér á öllum gönguförum, þá þótti mér sem Óðinn í Vafþrúðnis- málum eða Grímnismálum væri orðinn hold og blóð, — og ég þekki marga af kunningjum hans og vinum, er fanst hið sama þegar þeir vóm með honum. Þegar hann mintist á ísland, tindruðu augu hans með enn meiri ljóma en annars og ógleymandi mætti það öllum verða, sem áttu tal við hann eins- lega, í hvaða róm hann talaði um Ara fróða og hetjumar { íslend- ingasögum. »Fjölð ek fór, fjölð freistaðak« gat hann sagt um sig, þótt alt hans líf væri helgað ákafri, alvarlegri vinnu og fátt eða ekkert á efri árum hans gæti framar slitið hann frá. Maurer rúmlega fimtugur (er hann hélt fyrir- lestra sína í Kristjaníu).

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.