Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Side 25

Eimreiðin - 01.09.1904, Side 25
i85 var hans önnur hönd og bezta vinkona), og yfirgaf hana nú um 8 mánuði, heldur var það líka miklu fremur aðdáanlegt, hversu hann full- komnaði þekkingu sína á íslenzkunni, svo að hann hafði málið alveg á valdi sínu, því að hann hafði að vísu áður komist vel niður í því í Miinchen með bókum Rasks og annarra, áður en hann kyntist hinu lifandi máli nánara í Kaupmannahöfn. Maurer var fyrsti maður ónor- rænn, er mælti við íslendinga á þeirra eigin tungu heima á þeirra eigin eyju og notaði einungis íslenzku í viðskiftum öllum við sína mörgu vini og velgjörðamenn þar. Hver sá, er les ritgjörðir þeirra Hertzbergs og Tarangers um hinn vís- indalega vöxt og viðgang Maurers og störf hans, getur heldur ekki framar verið í neinum efa um að vér höf- um átt víðtækan og yfirgrips- mikinn andans mann þar sem Maurer var. Hann var hagsýnn og djúpskygn mál- fræðingur og kunni fullkom- lega til hlítar, þ. e. viðstöðu- laust fornnorrænu, fornensku, forn- og mið-háþýzku, ís- lenzku, norsku, dönsku, sænsku og ensku, þareð hann af ásetningi rannsakaði öll heimildarrit á frummáli þeirra. Þegar ég svo bæti því við af eigin þekkingu að Maurer hafði mikinn áhuga á og var vel að sér í grískum, latneskum, spönskum, ítölsk- um og frakkneskum bók- mentum og kunni ný-grísku þegar hann var á unga aldri, þá verða menn að undrast í raun og veru rúmgæði heila hans og minni. Lífemi Maurers var líka algerlega þannig háttað, að sem allramestum tíma var varið til rólegrar vinnu. Til þess hjálpaði líka kona hans honum og hafði lag á að víkja sérhverri tmflun úr vegi. Honum var ekki mikið um það gefið að verða tafinn af heimamönnum, en þegar einhver af lærisveinum hans eða hinir og aðrir ungir vísindamenn komu til þess að leita sér yitneskju um eitthvað, þá var hann ætíð við búinn að leggja frá sér vinnu sína og hjálpa öðram mjög svo vingjarnlega. A heimili hans ríkti stranglegasta regla og tímaskipan Mjög árla morg- uns, sumar og vetur, gekk hann að vinnu, og yfirgaf sjaldan, nema er hann gekk til fyrirlestra sinna eða miðdegisverðar, vinnustofur sínar,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.