Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Síða 26

Eimreiðin - 01.09.1904, Síða 26
sem ásamt hinu mikla bókasafni hans vóru á lofti í húsi hans, Schel- lingstrasse 39. A fyrri árum sínum gekk hann stundum langan veg að gamni sínu eða fór með konu og börnum upp í sveit svo sem tveggja vikna tíma, en seinna meir átti hann altaf verra og verra með að skiljast við vinnu sína og kunni altaf ver og ver við allar frátafir frá henni Mjög miklum tíma varði Maurer til bréfaviðskifta sinna, sem vóru mjög yfirgripsmikil. Bréf hans urðu ósjaldan að heilum rit- gjörðum, svo vandlega og ítarlega svaraði Maurer spumingum þeim, er lagðar vóru fyrir hann. Einstök ánægja var honum og alla æfi að bréfaviðskiftum við íslenzka vini sína, eins og honum þótti líka vera sín á íslandi vekja hjá sér fegurstar endurminningar. »Hefði Konráð Maurer átt sjálfur«, segir Taranger, »að kveða á um hvaða rannsóknarsvið honum væri geðþekkast, er það varla að efa, að hann hefði sagt: saga íslendinga«. Frá þeim degi er Maurer hafði skipað norrænum vísindaiðkunum öndvegi rannsókna sinna (frá því um sum- arið 1869 hafði hann sérstaka stöðu við háskólann í Miinchen sem kennari í norðurgermanskri réttarfarssögu og hélt upp frá því fyrir- lestra mestmegnis um norsk og íslenzk ríkislög, einkalög og kirkjulög), var einkum Island það ástundunarefni, sem hann hafði mestar mætur á. Næstum daglega reið hann hestinum sínum íslenzka í »ensku görðum«, sem vóru skamt heimanað frá honum. Myndir af Jóni Sig- urðssyni, Guðbrandi Vigfússyni og öðrum íslendingum prýddu vinnu- stofur hans og ekkja hans á skrautlegan skautbúning, er hann færði henni frá íslandi. Á veggjunum i herbergjum Maurersættarinnar má líta ljósmyndir af Lauru dótturdóttur hans sem lítilli stúlku á húfu- búningi. Guðbrandur Vigfússon var einkar kærkominn gestur að Maurers og gátu menn þá líka stundum séð hann þeysa reiðina á gæðingi Maurers um götur og garða í Munchen. Meðal Munchenbúa eins og líka þeirra Norðurlandabúa, sem komu til Miinchen, svo sem t. d. Norðmannanna Björnstjerne Björnsons, Henriks Ibsens, Hagerups, Gjessings, Grönvolds málara og margra annarra var gestrisninni í húsi Maurers við brugðið, það var sannarlega norræn gestrisni, en að henni studdi einkum kona Maurers, frú Valería, er var frakknesk í móðurætt (dóttir Faulhabers nokkurs). Munu fáir lærðir menn hafa átt því láni að fagna að eiga svo nærgætna, greinda og hágáfaða eigin- konu til aðstoðar á lífsleiðinni. Og sannarlega var það þó ekkert smáræðis ætlunarverk, sem kona þessa manns setti sér, ef hún vildi gera honum að skapi, þareð hann í daglegri umgengni var jafn ein- rænn og skuggalega þungbúinn eins og hann líka var þverúðarfullur og ófyrirlátssamur Hann hlaut þann heiður og frama að fá hina bayversku krúnuorðu, svo að hann og kona hans þar með vóru tekin í aðalsmanna tölu, og líka var hann gerður að leyndarráði, en þetta hvorttveggja kom mjög í bága við hið látlausa náttúrufar hans, er var státinn af því, að afi hans var bóndason og allir forfeður hans höfðu talist í bænda flokki. Til þess að réttlæta það, að vér höfum skrifað nafn hans þannig yfir þessa grein vora, eins og hann sjálfur helzt, og ætíð í opin- berum viðskiftum, skrifaði það, viljum vér setja hér orð Hertzbergs:

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.