Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Síða 32

Eimreiðin - 01.09.1904, Síða 32
192 er auðsætt, hve fjarstætt það er, er sumir fúskarar eru altaf annað slagið að blása lífsanda í nasir gömlu skröksögunni, að Seneca hafi verið kunnugur Páli postula og að rit hans beri menjar þess. Tilraunir þessar eru ekki jafnmeinlausar og ætla mætti í fljótu bragði. í þeim er undir niðri falin ramfölsk staðhæfing á því, að heimspekingar í fornöld hafi ekki upp á eigin spýtur getað nálgast svo hin »opin- beruðu« trúbrögð, eins og Stóungar hinir yngri gerðu í fræðum sínum. í háðriti Lúkíans gegn Peregrínos Próteus, heimspekingnum »kýniska«, kennir alveg sama þels til kristilegrar trúar, sem vér höfum rekist á hjá Pliníusi, en það liggur við, að hann kenni í brjósti um þessa heimsku og hjátrúarfullu aumingja, en í rauninni meinlausu menn. En þó eru meiri brögð að óvildinni og talað í öðrum tón, eins og munurinn á erindi rómversks embættismanns til keisarans og flugriti »semítisks« blaðamanns hlaut að hafa í för með sér. Lúkían drepur á það í riti þessu, að þessi spjátrungur hafi um eitt skeið þózt vera kristinn og aflað sér mikilla álita með þeim á Gyðingalandi fyrir að tileinka sér »þessa dæmalausu speki« þeirra og skýra rit þeirra. Pegar hann lenti í fangelsi fyrir bragðið, höfðu þessir fáráðlingar ofan af fyrir honum og hjúkruðu honum með átakanlegri umhyggjusemi. Um kristna menn segir, »að þeir tigni enn þá þenna mann, er krossfestur var á Gyðinga- landi og leitt hefur þessa nýju dultrúarsiði í venju«, og að þeir séu mjög hjálpfúsir. »Pessir örvitar telja sér sem sé trú um, að þeir öðlist ódauðleik og eilíft líf. Af því hræðast þeir líka ekki dauðann, og leggja einatt lífið í sölurnar af frjálsum vilja. Auk þess hefur hinn fyrsti löggjafi þeirra komið þeirri hugmynd inn hjá þeim, að þeir séu hverjir annars bræður, ef þeir afneiti grísk- um guðum, dýrki hinn krossfesta vitring og breyti eftir lögum hans. Sökum þess láta þeir sér standa á sama um alla hluti og telja alt sameiginlegt, enda hafa þeir tekið fræði þessi góð og gild, án þess að óbrigðular sannanir væru færðar fyrir þeim«. Hver skrumarinn fær því hæglega vafið þeim um fingur sér. Lúkían heldur auðsjáanlega, eins og Pliníus, að alt þetta sé ekki nema heimskuleg hjátrú, ekki verra en aðrir dultrúarsiðir Austurlanda, er vóru margir í þá daga. Almenningsálit á kristnum mönnum hefur þó enn þá á 2. öld fremur hallast að Tacítusi, en þeim Pliníusi og Lúkían, sem auðsætt er af varnarritum fyrir kristilega trú, er til eru frá þeim tíma. Eitt þessara fjögurra grísku varnarrita, »Gegn Hellenum«

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.