Eimreiðin - 01.09.1904, Síða 38
198
enginn spekingur. Hin mörgu vei yður! og æstu illyrði hans eru viður-
kenning á því, að hann efar að fá sannfært aðra menn og það með
góðum rökum?
Eftir þessar smáskærur tekur Celsus sjálfur til óspiltra málanna og
greiðir atlögu að kristindóminum frá almennu heimspekilegu sjónarmiði.
í byrjuninni kveður hann deilur Gyðinga og kristinna manna markleysu,
baráttu »um asnaskugga«. I’eir eru samdóma í aðalatriðinu, að mann-
kyninu hafi verið spáður frelsari af »heilögum anda«. En þá skilur á
um, hvort hann er nú kominn eða ókominn. Og þessar deilur eiga
rót sína að rekja til sérhneiginga þeirra. Nú hefja kristnir menn upp-
reist gegn Gyðingum, eins og Gyðingar köstuðu trú Egipta í eina t(ð.
Og varla hafa þeir fjölgað lítið eitt, fyrr en þeir skiftast í flokka, er
ekki eiga saman nema að nafninu til.
Og hver er svo öfgatrú sú, er þeir fara fram á? f’að var eitt-
hvert vit í því, er Grikkir trúðu, að Herakles og Asklepíos hefðu orðið
guðir, af því að þeir höfðu auðsýnt mannkyninu miklar velgjörðir. En
það er ekki nema skrælingjar, er taka upp á því að gera guð úr
dauðum afbrotamanni, aðeins af því, að hann gekk aftur eftir dauð-
ann. Því trúir enginn framar, að Aristeas frá Prókonnesos eða Abaris
Hýperbóringur hafi verið guðir, þótt það gangi margar og merkilegar
sögur af þeim. Kristnir menn gætu alveg eins vel tignað hið látna
eftirlætisgoð Hadríans, Antínóos, eins og Egiptar gerðu.
Lærdómur þessi snýr sér ekki heldur til góðra manna og viturra.
Þeir prédika berum orðum: enginn skynsamur, enginn mentaður maður
komi til vor, því að slíkt teljum vér til ills eins. En allir þeir, sem
eru fáfróðir, fáráðir og heimskir, geta öruggir vitjað vor. Kristnir
menn viðurkenna með þessu, að þeir geti eingöngu snúið þess konar
fólki, enda vita menn ekki til þess, að þeir hafi sig nokkuð í frammi
meðal mentaðra manna. En þeir eru með ungum mönnum og óment-
uðum og leika þar listir sínar, sem loddarar á kaupstefnum. í inn-
ganginum sakar Celsus kristna menn um það, að þeir leiði ekki skyn-
samleg rök að máli sínu, heldur aðeins æpi: spyr þú ekki, en trú þú.
Trú þín mun frelsa þig. Veraldarvizkan er ill, heimskan góð, og það
er ekki lítil list í lýsingu hans á slíkum »innri-missiónera« : »í húsum
einstakra manna má sjá vefara og skóara og önnur ómentuð rudda-
menni sitja hljóða og siðláta, meðan rosknir menn og ráðnir af fyrir-
fólkinu eru viðstaddir. En er þeir hafa náð börnunum á eintal, ásamt
fáeinum skynlitlum kvenvæflum, rekja þeir í sundur hin óviðjafnanlegu
fræði sín, að þeir skuli kæra sig kollóttan um föður sinn og kennara
sína, en aðeins hlýða á þá. Aðrir fari með lokleysur einar og hafi
beðið tjón á skynsemi sinni, gimist glys og glingur, og kunni hvorki
né geti komið nokkru góðu til leiðar. I’eir einir viti, hvernig mönn-
unum ber að breyta. Og ef unglingarnir vilji fylgja þeim, skuli þeir
bæði sjálfir verða sælir og farsæla vandafólk sitt. En ef þeir sjá ein-
hvern kennarann eða einhvern ráðsettan mann eða sjálfan húsbóndann
koma, meðan þeir eru að flytja þessa fyrirlestra, þá hypja hinir gætn-
ustu þeirra sig á burt, en þeir, sem ákafastir eru, eggja börnin á að
bijóta af sér böndin og hvísla í eyra þeim, að þeir hvorki vilji né geti
kent þeim neitt gott, meðan feður og kennarar séu viðstaddir, en að