Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Side 39

Eimreiðin - 01.09.1904, Side 39
199 þau verði að sneiða hjá þessum heimsku, gerspiltu og langt leiddu mönnum á lastanna slóð. Ef unglingana fýsir að heyra eitthvað, þá skulu þeir engu skeyta um föður og kennara, en fylgja þeim inn í skósmlðastofur og kvennadyngjur. þar skulu þeir fá að heyra allan sannleika. Og auðvitað gerast margir til að hlýða á orðræður þessar«. Það er gaman að sjá, hvetju Órígenes, maður með heimspeki- mentun og eftirmaður Klemensar frá Alexandríu, er á sínum tíma átti fullt í fangi með hina »barnalega« trúuðu og óbeit þeirra á trúspeki hans, hefur að svara til þessa. í rauninni einskorðar svar hans sig við svo hljóðandi: f’að eru menn innan vébanda kristilegrar trúar, er með gerhygli rannsaka rök og efni hennar. En allir geta ekki náð svo langt. En hvort er svo ákjósanlegra, að einhverju af siðgæði sé komið inn hjá einfeldnislega (alógós) trúuðum mönnum með kenningum krist- innar trúar um laun og hegning fyrir góðar og vondar gerðir, eða stengja þá úti, meðan þeir trúa ekki nema án skoðunar? Celsus gerir þó enn þá meira úr því, að kristindómurinn vísi góð- um mönnum frá sér, en snúi sér aðeins að afbrotamönnum og ber- syndugum. »Önnur dulsiðatrúbrögð laða menn að sér á þessa leið: Þeir sem eru flekklausir og greindarlegir í tali, eða: þeir sem eru með öllu ósaurgaðir, þeir sem eru sér einskis ills vitandi í sálu sinni og lifað hafa góðu og réttlátu líferni. f’annig hljóðar boð þeirra, er heita syndahreinsun. Heyrum nú hins vegar, hverjum kristnir menn bjóða til sín: Guðsríki veitir viðtöku hveijum þeim, sem er syndugur, ógreindur, heimskur og yfirleitt hið mesta vesalmenni. Og þegar þér talið um synduga menn, eigið þér svo ekki við rangláta, þjófa og ræningja, eiturbyrlara, musterispillvirkja og legvarga? Ætli menn hefðu kvatt aðra til, þótt safnað hefði verið saman ræningjasveit?« »Guð tekur eftir því við óréttlátum mönnum, ef þeir auðmýkja sig fyrir misgerða sinna skuld, en hann vill ekki taka við réttlátum mönnum, er hafa mænt öruggir á hann og verið siðlátir frá upphafi vega sinna«. Af brjóst- gæðum miskunar guð yðar vondum mönnum, er þeir víla og veina, en góðum mönnum hrindir hann frá sér, ef þeir gera ekkert þvílíkt, — og þetta á að heita réttlæti! Já, svarið þér, af því að vitmennirnir eru svo blindaðir af vizku sinni, að þeir vilja ekki líta við lærdómi vorum. Þannig farast skottu- læknunum líka orð: Þeir vara fólk við að trúa læknunum fyrir sér, svo að fáfræði þeirra komisl ekki upp um þá. Þeir geri ekki annað en að drepa þá. Það sé ekki nema á skottulæknafæri að hafa þá undir hendi. Það er eins og ölvaðir menn kölluðu ódrukna drukna. Aðalkjarni kristilegrar trúar, að guð eða guðssonur sé kominn niður á jörðina til að réttlæta, er bæði ósennileg og ósæmileg ímyndun. Hví átti guð að gera það? Til að kynnast ástandinu á jarðríki ? Veit hann þá ekki alt? Getur hann ef til vill ekki betrað þá með öðru móti en að senda son sinn til jarðar niður? Eða hljóp ilt í guð af því eins og hégómagjarnan uppskafning, að mennirnir þektu hann ekki, og langaði hann til þess að verða kunnan og vita, hverjir tryðu á hann og hverjir ekki? Nei, segið þér, það var sakir lausnar vorrar, til að gera greinarmun á góðum og vondum með umbun og refsing. Eftir því átti guð fyrst nú að hugkvæmast, að það ætti að skapa réttlæti í

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.