Eimreiðin - 01.09.1904, Page 40
200
mannlegu lífi, þá er svo langir tímar vóru liðnir. Yfirleitt eru það
grýlur einar, að guð hafi þannig farið niður með eldi, eins og böðull,
og er gagnstætt eðli hans, sem er óbreytanleikur. »Kristnir menn og
Gyðingar líkjast leðurblaknahóp eða maurum, er koma frá búum sín-
um, eða froskum, er safnast í einhverri tjörninni, eður ormasamkundu
í forarkróki, er þeir rífast um, hveijir séu syndugri, og segja: Guð
opinberar oss alt og segir oss alla hluti fyrir. Hann lofar alheimi að
eiga sig, snúning himins og víðri jörðu til að vera með oss, hann gerir
oss boð án afláts, svo að vér getum haft samskifti við hann. Það er
eins og fáeinir maðkar segðu: Fyrst er guð og svo erum vér, skap-
aðir af honum í líkingu hans, alt er oss undirgefið, bæði jörð og vötn
og loft og stjörnur, alt er til fyrir vora skuld og verður að þjóna oss.
Ef einhverjum af oss verður eitthvað á, mun guð annaðtveggja koma
sjálfur eða senda son sinn til að brenna rangláta og að vér aðrir fá-
um öðlast eilíft líf með honum«. Öll þessi hugmyndasmíð kemur vel
heim við hið ógöfga guðshugtak þeirra, eins og það kemur í ljós í
hlægilegum þjóðsögum í gamla testamentinu, t. d. um sköpunina og
höggorminn, sem er máttugri en guð, um þenna ískrítna kassa«, er
tók allan heiminn, dætur Lots, Jósef o. s. frv. »Veit ég vel, að greindir
Gyðingar og kristnir menn fyrirverða sig fyrir þær og skýra þær á
líkingarfullan hátt. En það er óleyfilegt um þessar heimskulegu þvað-
urssögur, og þær líkingarfuilu skýringar, er ég hef séð, eru langt sóttar
og verri en sjálfar sögurnar«. Órígenes, einn af aðalmönnum hinna
»djúpsettu« líkingarfullu biblíuskýringa, heldur því hins vegar fastlega
fram, að kristnir menn hafi rétt á að nota líkingar, eins og Platón og
ýmsir aðrir.
Andspænis kristninni skipar Celsus svo hinu hreina og háleita
guðshugtaki grískrar heimspeki, að guð sé alheimssál og vizka, eins og
Platón hefur komist að orði, og sýnir, hversu ósamþýðilegt það sé
hugmyndum kristinna manna um manninn sem mark og mið (telos)
sköpunarinnar. »Hann er ekki fremur skapaður sökum mannsins en
ljónsins, höfrungsins eður arnarins, heldur til þess, að heimurinn sem
guðsverk geti orðið fullgerr og fullkominn í hverri grein«. Guð annast
alheiminn, vizka hans vakir yfir honum. Hann reiðist ekki fremur vegna
mannsins en apans eða músanna. Einkum er kenningin um upprisu
holdsins mjög ógöfug, enda hafna sumir kristnir menn henni líka
(Gnostíkar). Sálin er komin frá guði og því er það hún ein, sem er
ódauðleg. »f’að er heimskulegt að halda, að þegar guð kveikir upp
elda, sem soðkarlar, verði alt mannkynið steikt nema þeir, er einir eiga
að rísa upp af moldu ásamt líkömum þeirra, og það ekki aðeins þeir,
sem eru lifandi, heldur þeir, sem löngu eru dánir, og er slíkt sannarleg
maðkavon. Mannssálinni er þó naumast mikil þægð í rotnum lík-
amanum«. Og hvernig má þetta verða? Guði eru allir hlutir mátt-
ugir. Varla þó það, sem er Ijótt og óeðlilegt. Guð er vizka (logos)
og getur ekkert óskynsamlegt unnið.
Skoðanir Gyðinga þykja Celsusi skiljanlegar. f’eir hafa þjóðlega
trú, hvernig svo sem hún annars kann að vera, og Heródót hefur
jafnvel sagt, að menn skyldu virða trúarvenjur erlendra þjóða. Kristnir
menn hafa hins vegar kastað trú feðra sinna, að tilvísun sendiboða frá