Eimreiðin - 01.09.1904, Side 46
2o6
raun um, að Daníelsbók stafi frá dögum Antíochosar Epífanesar,
og spái ekki um nein ókomin, heldur liðin efni. Hann ræður það
og skarplega af nokkrum orðaleikjum (i, 54—55 og 58—59), er
aðeins eru hugsanlegir á grísku, að hún hafi verið frumrituð á
gríska tungu.
í ritum Porfýríosar ber loks mikið á Páli postula, er Celsus
þekti varla, og er það vel í samræmi við þau drotnunartök, er
hann hafði náð á kirkjunni og guðfræði hennar. Porfýríos hefur
megnustu óbeit á Páli. Hann brýtur sundur skurnið gríska og
með þeirri lægni, er ekki bilar, fer hann alla leið inn að kjarnan-
um, skólaspekingnum frá Gyðingalandi, og tætir hártogana-speki
hans og kynja-þverstæður í sundur með vægðarlausri rökfimi. í
velvöldum orðum gerir hann gys að dómsdagsdraumórunum í fyrra
bréfinu til Pessalónikumanna 4, 13. Pað hefur ekkert heyrst um
það enn þá, að Páll hafi verið burtnuminn lifandi af jörðinni til að
finna Krist uppi í loftinu, eins og fugl, og það gagnstætt öllum
náttúrulögum, eins og hann spáir þar. Orð Páls um hreinsunar-
kraft skírnarinnar (1. Kor. 6, 11) eru ekki aðeins mesta fjarstæða.
Hvernig getur ídýfing og ákall á Jesúnafn hreinsað menn af slík-
um glæpum, sem Páll telur þar upp? Vondir menn geta ekki
haft þannig hamskifti sem höggormar. Pau eru líka beinlínis sið-
spillandi. Menn hljóta að láta tilleiðast til að halda áfram í synd-
um sínum, ef þeir þurfa ekki annað en að trúa og fá sér ídýfing
til að öðlast fyrirgefning syndanna af honum, »er dæma á lifendur
og dauða*. í öðru Galatabréfinu kemur munnhvepsni Páls í ljós
við Pétur, honum eldri manninn. Annars kemur hann líka miðl-
ungi vel fyrir sjónir. Eftir því sem Páll segir, fór hann með fals-
kenningar, var uppi með ofsa og ójöfnuð við þjón æðsta prestsins,
er gerði ekki nema skyldu sína, og beitti hörku og ósanngirni við
Ananías og Saffíru, er í rauninni höfðu ekkert af sér gert (Postg.
5). Og það getur ekki verið nema áhyggjuefni að vita lykla himna-
ríkis og valdið til að leysa og binda í höndum slíks manns.
Porfýríos er þó ekki alveg fráleitur kristilegri trú. í ritum
Evsebíosar og Ágústínusar1 er tilvitnum til annars af ritum hans
(»Um véfréttafræði«), þar sem hann segir, að goðsvörin hafi ekki
aðeins kannast við »guð hinna heilögu Gyðinga«, en kveðið Krist
1 Pess er vert að geta, að Ágústínus lýkur lofsorði á Porfyríos sem vísindamann
°g hugspeking, er stingur skemtilega í stúf við rudda-skammir Híerónýmusar (Harnack,
bls. 353. athSr- 3)-