Eimreiðin - 01.09.1904, Síða 56
2IÖ
Pað hefur verið margsinnis tekið fram að undanförnu bæði
utan þings og innan, að oss riði lífið á að fá stjórn, sem bryti
bág við þær stjórnarreglur, sem hingað til hefur verið fylgt af
afturhaldsstjórnendum vorum. Vér þyrftum að fá það sem Danir
kalla »systemskifte«, — reglulega og einbeitta framfarastjórn,
stjórn, sem beittist fyrir framfaramálum þjóðarinnar og hefði bæði
vilja og vit á að hrinda því í lag, sem aflaga fer. Til þess að
þetta gæti orðið, þurfti stjórnin að vera þannig skipuð, að þekking
hennar á landsmálum yrði sem margbreyttust og hún sjálf hefði
ákveðnar hugmyndir og fyrirætlanir um hvað gera ætti til þess,
að koma landinu og atvinnuvegum þess upp.
Pegar nú litið er á skipun hinnar nýju stjórnar, verður ekki
séð, að neitt bóli á þess konar breytingu frá því, sem verið hefur
að undanförnu, heldur er beint siglt í kjölfar hinna gömlu hægri-
stjórna. Peirra regla var að skipa bæði flest ráðherraembættin og
öll skrifstofuembættin eintómum lögfræðingum, en á því var
strax gerð mikil breyting í Danmörku, þegar vinstristjórnin kom
til valda þar. Pá var bóndi kjörinn í einn ráðherrasessinn, barna-
kennari í annan (báðir ólærðir menn), tveir ritstjórar í þriðja
og fjórða o. s. frv. Auk þess vóru mörg hinna æðstu skrifstofu-
embætta skipuð mönnum af ýmsum stéttum. Sama er og gert í
Noregi og víðast annarstaðar. Hér var nú ekki nema um eitt
ráðherraembætti að ræða, og úr því að svo hittist nú á, að í það
var skipaður lögfræðingur, þá var því meiri ástæða til að
skipa skrifstofuembættin þannig, að þekking stjórnarinnar yrði sem
margbreyttust. En um það hefur nýi ráðherrann okkar ekki
skeytt. Hann hefur ekki getað slitið sig frá hægrireglunni gömlu
(sem Danir álíta að hafi gert þeim mestan skaða á síðustu öld-
inni), að skipa eintóma lögfræðinga í öll skrifstofuembættin.
Flestum virðist þó sem það mundi hafa orðið líklegra til þjóð-
þrifa að fela stjórn atvinnumála og samgöngumála einhverj-
um góðum og reyndum bónda íeins og gert var með atvinnu-
málin í Danmörku), heldur en ungum lögfræðiskandídat, sem enga
reynslu hefur í þeim efnum. Miklu nær virtist liggja að skipa
í þetta embætti menn eins og Pétur á Gautlöndum, Guðjón Guð-
laugsson eða Hermann Jónasson, svo vér nefnum aðeins menn úr
sjálfum þingflokki ráðherrans, með því honum virðist næsta óljúft
að fara nokkuð út fyrir sinn eigin flokk í vali sínu. Svipað mætti
segja um forstöðu fjármálanna. Bæði í Danmörku og Noregi