Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Side 60

Eimreiðin - 01.09.1904, Side 60
220 var nákvæmlega tekið fram, hve margir aðstoðarmenn og skrif- arar ættu að vera í stjórnarskrifstofunum. Nefndin, sem um málið fjallaði á þinginu (og í henni var hinn núverandi ráðherra H. Haf- stein), félst algerlega á tillögu stjórnarinnar í þessu efni og enginn ympraði á því á þinginu, að stjórninni væri ekki ætlaðir nægi- legir starfskraftar. En fyrsta verk ráðherrans fyrsta daginn, sem hann sat að völdunum, var að stofna nýja stöðu (»fulltrúa- stöðu«) í einni stjórnarskrifstofunni, með 2500 kr. launum, stöðu, sem enginn hafði nefnt á nafn áður og því var þvert ofan í til- ætlun og vilja þingsins — og ráðherrans sjálfs meðan hann var að dorga á þingi. Par sem engin minsta reynsla var fengin fyrir því, að starfskraftar þeir, er bæði gamla stjórnin og þingið ætlaði nýju stjórninni, væru ekki nægilegir, virðist þetta næsta ósvífin meðferð á landsfé, sem í Danmörku mundi hafa verið kölluð »provisorisk Foranstaltning« og ekki tekið með þökkum af neinum þingflokki. Fyrir þetta tiltæki er sennilegt að lands- búar verði að blæða um 75000 kr., ef hlutaðeigandi fulltrúi situr 30 ár í stöðuuni, sem vel má búast við eftir aldri hans, en nátt- úrlega mörgum sinnum meira, ef stöðunni er haldið um aldur og æfi. Eins og kunnugt er vóru á síðasta þingi samþykt ný eftir- launalög, sem lækkuðu eftirlaunin að miklum mun. Allir munu nú hafa vonast eftir, að nýja stjórnin mundi draga þær embætta- veitingar, sem þessi lög gætu náð til, unz þau væru komin í gildi. En hann var ekki á því, nýi ráðherrann okkar, að hlífa lands- sjóðnum og landsbúum á þennan hátt. Eeir væru ekki ofgóðir til að borga, kjósendurnir, hefur hann auðsjáanlega hugsað, því hann flýtti sér sem mest mátti verða með að veita hin nýju embætti, svo að ekkert þeirra skyldi komast undir nýju eftirlaunalögin. Að vísu vildi svo til, að honum tókst ekki að beita bruðlstefnu sinni nema við eitt embætti, en þar nemur mismunurinn á eftir- laununum eftir 30 ára þjónustu um 1034 kr. á ári, og fengi mað- urinn lausn eftir þennan tíma, þá mundi þetta tiltæki — eftir aldri hans að dæma — geta bakað landinu rúmlega 20000 kr. útgjöld að óþörfu. Á síðasta þingi vóru laun bókarans við Landsbankann hækkuð UPP 1 35°° kr. Petta var auðvitað gert með sérstöku tilliti til þess manns, sem þá hafði þessa stöðu og hafði reynst mjög vel. Hann hafði byrjað með 1000 kr. launum, þau síðan verið hækkuð

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.