Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Page 64

Eimreiðin - 01.09.1904, Page 64
224 þörf íslendinga sjálfra á að eignast orðabók, er hægt væri að nota við þýðingar úr íslenzku á ensku, sem bæði væri handhæg og tiltölu- lega ódýr. En hún bætir líka úr þeirri miklu þörf, sem orðin var á því, að útlendingar ættu kost á orðabók yfir mál vort, eins og það kemur fyrir í nútíðarbókmentum vorum og daglegu tali. En slík orða- bók heíúr engin til verið til þessa, nema þá í brotum og með þýð- ingum á máli, sem ekki nema örfáir skilja. En hér fá útlendingar, sem kynna vilja sér tungu vora og bókmentir, samfelda orðabók yfir nútíðarmál vort með þýðingum á alheimsmáli, sem flestir skilja og geta haft full not af. Þetta er stórmikill ávinningur fyrir þjóð vora út á við, og er sá maður, sem hér hefur brotið ísinn, því sannarlega góðs maklegur. Hann á ekki einungis þakkir skilið, heldur verðskuldar hann fyllilega, að honum væri sýnd einhver opinber sæmd fyrir starfsemi sína. Að vísu hefur alþingi veitt nokkurn styrk til samningar bókar- innar, en sá styrkur er þó harla lítilfjörlegur í samanburði við fyrir- höfnina. Því ekki ber því að leyna, að hér var um bæði mikið og vanda- samt verk að ræða. Til þess að leysa það viðunanlega af hendi þurfti á hvorttveggju að halda: miklu starfsþreki og elju og staðgóðri þekk- ingu í báðum málunum, íslenzku og ensku. Oss var því mikil forvitni á að sjá þessa bók. Því þótt höf. hefði áður með hinni ensk-íslenzku orðabók sinni fyrir 8 árum sýnt góða hæfileika sem orðabókarhöfundur, þá var verkefni hans þá svo margfalt hægra viðfangs, að full ástæða var til að efast urn, að honum tækist eins vel upp með þetta verk, einkum er hann hafði sett sér það mark að ljúka við það á fám ár- um og vinna þó að því aleinn í tómstundum sínum. En honum hefur tekist verkið svo vel, að það er honum til stór- sæmdar. Ekki svo að skilja, að bókin sé alfullkomin. Langl frá því. En hún er svo langtum fullkomnari en rnaður gat búist við eftir öllum ástæðum. Og meira verður ekki með neinni sanngirni heimtað. Í’ennan dóm vorn höfum vér gert oss far um að fella ekki út í bláinn, heldur er hann bygður á ýmislegum tilraunum, er vér höfum gert, til þess að geta metið gildi bókarinnar réttlátlega og með nokkrum rökum. Að því er orðafjöldann snertir, þá er hann svo mikill, að bókin mun fyllilega ná tilgangi sínum fyrir íslendinga sjálfa, er þeir vilja þýða úr íslenzku á ensku. Því þó það kunni fyrir að koma, að orð vanti, er þeir þurfi á að halda, munu þeir allajafna geta fundið enska orðið með því að fletta upp öðru íslenzku orði, sem er sömu merkingar og það orð, sem vantaði. Vöntun einstakra orða mun því sjaldan verða íslendingum, er bókina nota, að fótakefli. En öðru máli er að gegna um útlendinga, sem ætla að nota bókina til þess að skilja íslenzk rit. Fyrir þá getur vöntun einstakra orða og talshátta orðið mjög til- finnanleg, því þeir skilja ekki orðin og geta ekki gripið til þeirra úr- ræðanna, að fletta upp öðrum orðum, sem eru sömu merkingar. Flestar íslenzkar bækur munu nú útlendingar geta lesið með aðstoð þessarar orðabókar, en hætt er þó við, að þeir jafnan reki sig á einstöku orð, sem ekki finnist þar. Vér höfum gert nokkrar tilraunir til að fá vitneskju um þetta Fyrst tókum vér j Grasaferðina« eftir Jónas Hall- grímsson. Þar höfum vér rekið oss á þessi orð, sem öll vantar í

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.