Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Qupperneq 66

Eimreiðin - 01.09.1904, Qupperneq 66
22Ó og af sérkennilegum orðasamböndum og talsháttum, sem enginn útlend- ingur getur botnað í eða skilið, þó hann skilji hvert einstakt orð í þeim. því í slikum talsháttum fá orðin oft alveg sérstaka þýðingu, sem ómögulegt er að gefa til kynna nema með því að þýða allan málsháttinn í einu lagi. Og það er einmitt einn af höfuðkostum þess- arar orðabókar, hve mikið er af slíkum talsháttum og einkennilegum orðasamböndum í henni. fJýðingarnar í bókinni virðast yfirleitt mjög góðar, ljósar og blátt áfram og kappkostað að ná sem bezt hinni algengustu merkingu orðanna, án þess að binda sig um of við upprunann eða grundvallar- þýðingu þeirra. Þó getur það fyrir komið, að höf. skeiki ofurlítið í þessu efni. Þannig virðist oss t. d. ekki nægilegt að þýða búsifjar með »neighbourship«, þó það sé hin eiginlega eða upprunalega þýðing orðsins, þar sem orðið nú er oftast haft 1 sömu merkingu og búsum- stang og búsáhyggjur. Að þýða ragnarökkur með »the twilight of the gods« er heldur engan veginn nægilegt fyrir útlendinga. Þeir þurfa lika að fá að vita að það táknar heimsendir Eins er það alls ekki fullnægjandi að þýða nykur með »water-horse, hippopotamus«, því af því fá menn enga hugmynd um að nykur er nafn á vatnavætt eða þjóðsagnaskepnu, sem aldrei hefur til verið nema í þjóðtrúnni. Á ein- stöku stað virðist oss að þýðingin hefði getað verið enn einfaldari og styttri, t. d. þar sem einsteinungur er þýtt með »monument consisting of a single stone«, en beint lá við að þýða það með enska orðinu »monolith«, enda er íslenzka orðið líklega til orðið sém þýðing á því orði. Prófarkalestur á bókinni er yfirleitt góður, enda er það mjög áríð- andi, er um slíka bók er að ræða. Þó koma þar fyrir einstöku prent- villur, sem orðið geta óþægilegar fyrir útlendinga, t. d. þar sem sagt er að orðið sdl (bæði í sinni eiginlegu merkingu og í merkingunni skinnsál) sé hvorugkyns (n.) í staðinn fyrir kvenkyns (f). Villandi getur það og verið fyrir útlendinga að sjá hlíbardyr fyrir »hliðardyr«, því þeim mun þá hætt við að setja orðið í samband við »hlíð« í staðinn fyrir »hlið«. Hætt er og við að einhverjir íslendingar geti flaskað á því, er orðið »virki« er þýtt með stonghold, sem er prentvilla í staðinn fyrir »stronghold«. Aftur gerir slíkt ósamræmi í stafsetning sem það minna til, er ritað er »net-þynull« á bls. 309, en aftur »þinull« á bls. 537, sem er réttara En þó að þannig megi ýmislegt að bókinni finna, þá hefur höf. fulla ástæðu til að miklast af henni, því hún er í rauninni eigi alllítið þrekvirki, sem ber eigi síður vott um frábæra elju og atorku en um þekking og lærdóm. Það eru ekki margir íslenzkir embættismenn, sem láta annað eins eftir sig liggja í tómstundum sínum. En það er líka annar maður, sem á lof skilið fyrir þessa bók, og það er kostnaðarmaður hennar herra bóksali Sigurður Kristjáns- son. Hann hefur ekkert til sparað til að gera bókina sem bezt úr garði og tekið einn upp á sig allan hinn mikla kostnað við útgáfuna, án nokkurs opinbers styrks, sem hann þó óefað hefði getað fengið, ef hann hefði um hann sótt. Því það má heita ógjörningur að gefa út slíkar bækur styrklaust á íslenzku, jafnseint og sala þeirra hlýtur að ganga hjá jafnfámennri þjóð, jafnvel þó þær seljist með tímanum. En
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.