Eimreiðin - 01.09.1904, Page 70
230
bömin læra ýmislegt sem stendur í gamla testamentinu sem sögulegan
sannleika, t. d. sköpunarsöguna og sumt fleira. Að kenna í biblíu-
sögutímunum um uppruna jarðarinnar, það sem stendur í mótsögn við
það, sem kent er í náttúrufræðistímunum, er skaðlegt fyrir andlegan
þroska bamanna, ekki sízt fyrir trúarlíf þeirra. Vér eigum ekki að
kenna börnunum annað en það, sem vér vitum sannast og
réttast.1 Og hann hefur það eftir einum höfuðspámanni íslenzku
kirkjunnar, síra Jóni Helgasyni, að »hinar alþektu frásögur í i. Mós.
um sköpun heimsins, syndafallið, flóðið mikla og Babelsturninn álíta nú
allir atkvæðamestu guðfræðingar vorra tíma fagrar þjóðsögur« o. s. frv.
En nú er það enginn leyndardómur, heldur vitanlegt hverjum manni,
er einhverja nasasjón hefur af mentun og vísindum, að sum vísindin
þykjast vita sannar og réttar en meginkenningar þær, er kristileg trú
og kristileg kirkja hvílir á. Rannsóknir á nýja testamentinu hafa t. d.
leitt margt merkilegt í ljós um guðspjöllin sem heimildir fyrir sögu
Krists. Vonandi fræðir síra Jón Helgason oss bráðum um það efni.
En ætlast nú höf. til, að þessar kenningar séu fluttar bömunum sem
söguleg sannindi, eða á að segja það, sem menn vita sannast og rétt-
ast um hvað eina? Varla hafa Norðurlandsprestamir skilið hinn heiðr-
aða höf. þannig.
í’á koma skólamir. Höf. vill spenna lýðskólanet út um ísland,
landshornanna milli. Em tillögur hans að ýmsu leyti svipaðar því, er
vakir fyrir Einari Hjörleifssyni í erindi um »Alþýðumentun hér á landi«
í Tímariti hins íslenzka Bókmentafélags 1901. Skólaskylda er tak-
markið, er vér eigum að keppa að, en frumskilyrði hennar höfum vér
ekki enn fyrir höndum. »Vér eigum fá hæfileg skólahús, fáa vel-
hæfa kennara« (bls. 134), en það þurfum vér að hafa, ef vér lögleið-
um hana. Eftir því sem hagar til á íslandi, verður hagkvæmast, að
vér höfum þrennskonar skóla. 1. Heimangönguskóla, þar sem
bömin dvelja aðeins, meðan kenslan fer fram, og halda svo heim á
leið, er henni er lokið. Þá má hafa í þorpum, kauptúnum og þétt-
býlum sveitum. í’egar þeir era komnir, verður sú aðferðin happadrýgst,
að »heimila aðeins hreppunum að lögleiða skólaskyldu, og bjóða svo
fram fé úr landssjóði til að standast ákveðinn hluta af kostnaðinum«.
»Námsgreinir ættu að vera hinar sömu sem alment tíðkast hjá öðrum
þjóðum í lýðskólum«. »Kristindómur (biblíulestur), móðurmál, saga,
landafræði, náttúrufræði (einkum heilsufræði), reikningur, skrift, teikning,
söngur og leikfimi ætti að vera skyldunámsgreinar* (bls. 139).
2. Heimavistarskóli, »þar sem börnin hefðust við að öllu leyti um
skólatímann«. 3. Farskólar, er séu hafðir þar, sem hinum skólun-
um verður ekki komið við. En þessar »þrjár skólategundir gætu nú
sameinast og verið jafnhliða á ýmsan hátt. Pannig mundi nálega sér-
hver heimavistarskóli verða heimangönguskóli fyrir börn af næstu bæj-
um« (bls. 148). »Farskólar myndu og verða heimangönguskólar fyrir
sum börnin«. Landssjóður, sýslusjóðir og hreppsjóðir eiga að kosta
skóla þessa í sameiningu. »Kennaraembættin ættu að vera svo vel
launuð, að kennararnir gætu helgað starfi sínu alla krafta sína« (bls.
Leturbreyt. gerð af mér.
S. G.