Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Qupperneq 73

Eimreiðin - 01.09.1904, Qupperneq 73
233 inni, en lopinn er teygður með mikilli nákvæmni og þolinmæði — Til dæmis um mannlýsingar höf. í þessu hefti má nefna lýsinguna á Mrs. Ross, bls. 13: »Hún var ekki1 há og grönn, og ekki heldur mátti hún kallast lág og gild. Pá var hún ekki fríð og synd hefði verið að segja, að hún væri ljót frá náttúrunnar hendi. Augun höfðu engan ákveðinn lit, heldur var eins og þau hefðu alla regnbogalitina sam- einaða í mjög nákvæmum hlutföllum. Eins var hárið: Ekki svart og ekki heldur ljóst, né rautt né mórautt, né heldur gulbjart né jarpt; heldur var eins og allir þessir litir væri blandaðir saman í hári hennar, sem ekki var sítt og ekki mjög stutt heldur«, — höf. bætir svo við að ómögulegt sé að lýsa konunni, og er það efunarlaust, að honum er það ómögulegt; en hins vegar lýsir þessi klausa höfundinum. Yfir höfuð að tala kemur engin persóna fram í þessum þætti, sem ekki er að einhverju leyti ankannaleg í orðum eða háttalagi. Einn — Kín- verjinn, bls. 191? — endar hverja setningu með upphrópuninni »Ó! ó!« og skeytir þar að auki orðinu »voði« eða »voðalegur« við annaðhvort orð, sem hann talar. í’egar drengurinn segist vera íslenzkur, svarar hann t. d. »Ertu íslendingur? Já, hvaða voði! Hvílíkur dauðans ógnar voði. O! ó!« Annar — Braddon læknir — notar orðið »undur« á alveg sama hátt við öll tækifæri. Um hann segir meðal annars, að »hárin á skegginu hans dönsuðu af kæti«, þegar hann hló; svo smellin finst höf. þessi fyndni, að hann endurtekur hana margsinnis. Til dæmis um nákvæmni höf. má geta þess, er hann segir um sama mann, að »þegar hann var á ferðalagi, hafði hann . . . dýra glófa á höndunum og voru þeir hneptir um úlfliðina«(!). f’örf upplýsing! Kona þessa manns er einkend á þann hátt, að hún venjulega þrítekur hvert orð í niðurlagi setningar: »ég er svo veik, altaf veik — veik — veik«. »Hér er alt svo óttalega leiðinlegt, alt — alt — alt«. Á þennan- sama hátt lýsir höf. næstum öllum, sem verða á vegi drengsins: Einn notar alt af orðatiltækið »einkennilegt er það«, annar byrjar hveija setningu með »sem sagt«, þriðji byrjar með »A-hum« og endar með »mjög svo« o. s. frv. ímyndunarafl höf. er ekki stærra en svo, að þetta virðist vera einkaráð hans, þegar hann vill koma lesandanum til að hlæja; og honum tekst það í hæsta lagi einu sinni eða tvisvar. Höf. má eiga það, að hann er óvíða mjög tilgerðarlegur, en hins vegar finst ekki í bókinni ein einasta setning, sem lesandinn man eftir þegar hann lokar henni. Frásögnin streymir áfram með mörgum orð- um, bragðlaus og merglaus. Ekki eitt einasta atvik í þessum þætti læsir sig inn í hug lesandans. Oft verður manni á að segja: »Hvers vegna er höf. að segja frá þessu? Mann varðar ekkert um þetta!« T. d. bls. 39: »Ég fór yfir fljótið á brúnni hjá sögunarmylnunni; ég fór fram hjá Mooselands námuþorpinu, fram hjá búgarðinum hans Jakobs Hillseys, fram hjá skólahúsinu og pósthúsinu í Mooseland, fram hjá þakspónamylnunni hans Jóns Prests og fram hjá húsinu hans Isaks Youngs og yfir lyngmóinn þar fyrir norðvestan, ofan brekkuna hjá girð- ingunni, yfir dældina og upp brekkuna hinum megin, svo inn í skóg- inn eins og leiðin lá og heim að fyrsta býlinu í nýlendunni«. Hvað 1 Allar leturbreytingar gjörðar af mér. Á. P.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.