Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Side 74

Eimreiðin - 01.09.1904, Side 74
234 á allur sá orðafjöldi? Guð og höf. mega vita það, enginn veit það annar! »Skáldsögu« kallar höf. þessa bók. Mér er það hulin gáta, hvar skáldskapurinn felst í þeim þætti, sem hér er um að ræða. Ekki eru mannlýsingarnar skáldlegar og náttúrulýsingar má segja að ekki hittist. Ekki er stíllinn eða orðfærið skáldlegt — og hvar er þá skáldskapurinn annarstaðar en á titilblaðinu ? — Ef þetta er skáldsaga, mun flestum veita hægt að verða skáldsagnahöfundar. Vandinn er sá, að halda dagbók um eitthvert skeið æfi sinnar, tína til hvert smáræði, sem á dagana drífur með hæfilegri mærð og orðafjölda og fá síðan einhvern útlending, sem hefur tekið það í sig að hrósa öllu, sem íslenzkt er, til að rita formálann. Með því móti gætum við bráðlega eignast sæg af skáldsögum, jafngóðum þessari. Arni Pa/sson.. t Islenzk hringsjá. ÍSLENZKT BLÓÐ (»Islándisch Blut. Drama in fiinf Akten«) heitir þýzkt leik- rit, sem kom út árið sem leið (1903), eftir dr. Wilhelm Henzen í Leipzig, þann sama, sem hérna um árið (1890) ritaði doktorsdispútazíu um drauma (sbr. Tímar. Bókmíél. XIV (1893), bls. 238—240). Aðalefni leiksins er tekið úr Gunnlaugs sögu orms- tungu, en þó ekkert hirt um að fylgja frásögn sögunnar, heldur breytt til eftir geð- þótta og bæði notaðir kaflar úr öðrum sögum (t. d. Njálu og Eyrbyggju) og ýmis- legt nýtt tilbúið af höfundinum. Þráðurinn í leiknum er á þessa leið: Fyrsti þáttur fer fram á Borg og er í^orsteinn Egilsson fyrst ekki heima og Gunnlaugur heldur ekki. Þar kemur Þangbrandur prestur með sár á höfði og vill boða mönnum trú, en húskarlar bregðast reiðir við og vilja reka hann burt og mis- þyrma honum. Aftur tekst honum betur við kvenfólkið, sem kennir í brjóst um hann, og lætur Jófríður húsfreyja leiða hann inn, hjúkra honum og veita honum beina. í sama mund koma þeir Skáld-Hrafn og Önundur faðir hans þangað og þykjast koma vestan úr Flatey og vera á leiðinni til alþingis. Þeir spjalla um stund við Jófríði, en litlu síðar kemur Þorsteinn heim og Illugi á Gilsbakka með honum. Skömmu síðar kemur og Gunnlaugur heim (hefur verið hjá norskum kaupmönnum við Þormóðssker í Straumfirði) og vill óður og uppvægur fá leyfi til utanfarar, en Illugi faðir hans er því mótfallinn. En með því Hrafni er meira í mun að Gunnlaugur fari, talar hann um fyrir Illuga og færir svo góðar ástæður fyrir utanförinni, að Illugi lætur sér segjast. Gunnlaugur er mjög þakklátur fyrir þetta liðsinni og heitir honum æfinlegri vináttu. Gunnlaugur býst nú til ferðar, en hittir þá Helgu og tala þau margt saman og bindast að lokum órjúfandi ástarheitum. Síðan hiður Gunnl. Þor- stein að kenna sér löglega aðferð við að festa sér konu og sé Helga konan en Hrafn formælandi hans. Lætur hann í fyrstu sem það sé gert í gamni, en snýr alt í einu við blaðinu og segir að sér hafi verið full alvara. Þykist þá forsteinn brögðum beittur og neitar að festa honum Helgu, en lofar þó fyrir aðgöngu Illuga að hún skuli vera heitkona hans í 3 ár, en laus allra mála, ef G. komi þá ekki út að vitja hennar. Svo fer G. utan og Hrafn líka í þeim tilgangi að reyna að hefta svo för hans, að liann komi ekki út aftur í réttan tíma.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.