Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1904, Side 76

Eimreiðin - 01.09.1904, Side 76
236 Petta yfirlit sýnir aðeins ganginn í leiknum, en gefur í rauninni litla hugmynd um hann að öðru leyti. Þó höfuðpersónurnar séu tekna'r úr Gunnlaugssögu, þá er það auðsjáanlega alls ekki meiningin að yrkja upp þá sögu eða sýna efni hennar á leiksviði. Nei, tilgangurinn er að fræða menn um menningarlíf, lifnaðarhætti, siðu og hugsunarhátt fornmanna yfirleitt, enda er leikrit þetta vel til þess fallið að mörgu leyti. Höfundurinn er auðsjáanlega mjög vel að sér í fornum fræðum og hefur tekist að þjappa ótrúlega miklum fróðleik saman í þetta tiltölulega stutta leikrit sitt. Og hér um bil alt, sem hann drepur á af siðum fornmanna, er rétt, og er það ekki lítill kostur. Ekki skiljum vér heldur í öðru en að leikurinn hljóti að verða töluvert áhrifamikill á leiksviði, þó samsetningin sé í rauninni nokkuð lausleg og hin drama- tiska bygging hans því ekki sem fullkomnust. En hvað sem leikniim líður sem listaverki, þá vildum vér óska að Leikfélag Reykjavíkur sæi sér fært að leika hann, því ekki mun það auðveldlega fá annan leik, er fræði áhorfendur betur um einkennilega menningarsiði forfeðra vorra. Sýning hans mundi beinlínis hafa stórmentandi áhrif í þá stefnu. Má vera að ýmsum mundi mislíka, hve mjög er vikið frá sögunni sjálfri, en slíkri þröngsýni ætti nú bráðum að verða lokið hjá oss. Erfiðast yrði að kljúfa kostnaðinn við hæfileg leiktjöld og búninga, en ókleift ætti það þó ekki að þurfa að verða. V G. UM GEST PÁLSSON (»Islands-Stemning in memoriam Gestur Pálsson«) hefur hinn alkunni Kaupmannahafnarlæknir og rithöfundur C. M. Norman-Hansen ritað mjög fjöruga grein í »Illustreret Tidendec (páskanúmerið 1904). Er svo að sjá sem höf. hafi sjálfur komið til íslands fyrir mörgum árum, því greinin byrjar með því að skýra frá ferðalagi hans og vinar hans Gests á Vesturlandi einn góðan veðurdag, unz þeir koma að auðu fjárhúsi á ströndinni og æja þar hestum sínum. ]?eir leggj- ast þar í grasið, horfa fyrst þegjandi út á hafið, og svo rýfur Gestur þögnina og heldur langa ræðu um landið og þjóðina og fornar minningar liennar, og er sú ræða bæði háfleyg og skáldleg. En líklega er þó meira af ræðunni eftir höf. sjálfan en eftir G. P. V. G. UM SÖGU LEIKRITA OG LEIKHÚSA Á ÍSLANDI (»Zur Geschichte des islándischen Dramas und Theaterwesens«) heitir bók, sem stjórnarráð y. C, Poestion hefur gefið út í Wien árið sem leið (1903). Hún er 76 bls. að stærð í allstóru broti og hefur áður komið út í tímaritinu »Die Kultur«. Rekur hann þar sögu íslenzks leikritaskáldskapar alt frá leikriti séra Snorra fíjörnssonar á Húsafelli, sem hét »Sperðiil«, á 18. öld og niður til hinna síðustu ára, skýrir þar frá efni leikrit- anna og leggur dóm á skáldlegt gildi þeirra. Pá skýrir hann og frá hvar og hvenær hafi verið leikið á íslandi, hver leikrit hafi leikin verið og hvernig útbúnaði við leikina hafi verið varið á hverjum tíma. Er í þessu öllu fólginn afarmikill fróð- leikur fyrir oss sjálfa, hvað þá fyrir útlendinga. sem ekkert þekkja til þessa, og getur mann ekki annað en rekið í rogastanz yfir þeim mikla fróðleik, sem höf. hefur til brunns að bera. Því í bók hans er mýmargt, sem fæstir íslendingar hafa nokkra hugmynd um, og margt leiðrétt af því, sem áður hefur verið ritað um þessi efni og miður rétt eða nákvæmt frá skýrt. Dómar höf. um leikritin og leiklist íslendinga eru og vafalaust svo nærri réttu lagi, sem frekast verður komist. Gerir hann sér far um að segja jafnan bæði kost og löst, svo að alt verði sem næst réttu hófi og sýnir í hvívetna hina mestu vís- indalegu nákvæmni. V. G.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.