Eimreiðin - 01.01.1905, Page 1
Embættisgjöld íslands.
í hinni ágætu ritgerð sinni »um skattamál íslands« (Eimr. X,
ióx—78) bendir yfirréttarmálaflutningsmaður Jón Krabbe á, að
kröfur þær, sem gerðar séu til landssjóðsins, fari svo sívaxandi,
að skynsamleg fjárhagsstjórn verði néydd til að ná jafnvægi annað-
hvort með því, að draga úr útgjöldunum eða með því, að
auka tekjurnar. Spurninguna um fyrri leiðina lætur hann svo
eiga sig, en gefur mikilsverðar bendingar um, hvernig hægt sé að
auka tekjurnar með nýjum skattálögum o. fl. Að hann hefur
kosið að ræða aðeins þessa síðari leið, virðist meðfram koma til
af því, að hann hefur álitið, að hún hefði meiri byr hjá lands-
mönnum, með því að hvert einasta alþingi nú síðustu árin hefði
verið að fást við þá spurningu, hver ráð væru til að auka tekjur
landssjóðs, éins og hann tekur fram í upphafi ritgérðar sinnar.
Hins vegar hefir hann ekki þózt verða þess var, að alþingi hefði
gert verulegar tilraunir til að draga úr útgjöldunum, og er honum
það vorkunn, því fáir munu hafa séð bóla mikið á tilraunum í þá
átt. Jafnframt álítur hann og að ekki muni verða komist hjá síð-
ari leiðinni, hvað sem hinni líður. En þó svo kunni að vera, sem
og að vísu mun satt, þá er einsætt, að sú leiðin muni ekki ein-
hlít, heldur verði menn og að nota fyrri leiðina, að leitast við að
draga úr útgjöldunum. Framfaraþarfirnar hjá okkur Islendingum
eru svo óendanlega margar, að ekki verður hjá því kornist, að
verja miklu fé til að bæta úr þeim. Og eigi að ná öllu því fé
inn með auknum skattálögum, þá er hætt við að að því reki, að
skattarnir verði svo háir, að menn fái ekki undir risið og verði
til þess, að margir flýi af landi burt, líkt og í Noregi. Að vísu
eru landssjóðsskattar á íslandi enn sem komið er mjög lágir í
samanburði við það, sem tíðkast hjá öðrum þjóðum. En við það
er aftur að athuga, að skattþol íslendinga er svo langtum minna