Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Qupperneq 2

Eimreiðin - 01.01.1905, Qupperneq 2
2 yfirleitt en hérumbil allra annarra þjóða, af því efnamennirnir eru svo fáir og stóreignamenn engir. Pað virðist því enginn vegur til þess, að ná öllu því fé, sem vér þurfum á að halda til atvinnu- bóta og annarra framfara, með skattálögum einum, heldur verð- um vér líka að nota sparnaðarleiðina og reyna að draga ein- hversstaðar úr útgjöldunum. Pað er nú líka ljóst af ritgerð herra Krabbé’s, að þó að hún ræði aðeins um skattálöguleiðina, þá álítur hann sparnaðarleiðina enga frágangssök. Miklu fremur benda nokkur ummæli í ritgerð hans á, að hann álíti, að menn ættu líka að nota þessa leið. Og hann gefur meira að segja dálitla bendingu um, hvar honum virð- ist, að sparnaðurinn gæti komið niður. Hann segir svo: »Reyndar getur maður, sem er öllu óviðkomandi, ekki að því gert, að líta með nokkurri efablendni á nauðsyn hinna afarmiklu fjárveitinga á síðasta þingi til samgöngubóta, og þá ekki síður, heldur margfalt framar, á nauðsyn þeirra útgjalda, sem ganga til að auka embættis- mannafjöldann, sem þó var harla mikill áður. Pví minna sem þjóðfélagið er, því hættara er við því, að embættisstéttin vaði uppi og verði drotnandi hjá þjóðinni, að óhæfilega mikil útgjöld gangi til hennar, og einkum að hún sogi til sín óhæfilega mikinn hluta af beztu starfskröftum þjóðarinnar til stórmikils hnekkis fyrir þær atvinnugreinir, sem eiga að halda landinu uppi í efnalegu tilliti«. Að því er fyrra atriðið snertir, fjárveitingarnar til samgöngu- bóta, þá skulum vér leiða það hjá oss að sinni. Aðeins skulum vér geta þess, að ummælin eru á góðum rökum bygð, þegar miðað er við fjárveitingar síðasta þings til samgöngubóta og jafnframt bæði litið á fjárhag landsins og hvernig samgöngufénu var varið. En hins vegar verðum vér að halda því fast fram, að vér eigum að verja svo miklu fé til samgöngubóta, sem vér sjá- um oss frekast fært, en aðeins að gera það með meiri hagsýni en nú á sér stað, eins og höfundur þessara lína líka benti á á síðasta þingi, þó hinn ráðandi meirihluti vildi ekki taka það til greina. En að því er síðara atriðið snertir, athugasemd herra Krabbe’s um þau útgjöld, sem gangi til að auka embættismannafjöldann, þá er einmitt gripið á kýlinu, þjóðarmeininu mikla í fjárhagsbúskap íslendinga. Pví það er óhrekjandi sannleikur, að vér höfum altof marga embættismenn og verjum óhæfilega miklu fé til embættis- stéttarinnar, bæði til launa og til uppeldiskostnaðar. Og þó gerir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.