Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Qupperneq 4

Eimreiðin - 01.01.1905, Qupperneq 4
4 embættunum, heldur miklu fremur fjölga þeim. Því væri þetta ekki vilji bændanna, þá mundu þeir ekki kjósa þá menn á þing, sem þessari stefnu fylgja. En reynslan sýnir, aö þaö er einmitt þaö, sém þeir gera. Og að þeir greiði atkvæði sín í hugsunar- leysi, þegar um er að ræða mál, sem jafnmikið snertir velferð sjálfra þeirra, má enginn ætla þeim. En getur nú ekki verið að þetta komi af því, að mönnum sé alment ekki ljóst, hve geysimikill embættiskostnaðurinn íslenzki er, né hver ráð væru til að draga nokkuð úr honum og fækka em- bættunum? Oss er eigi grunlaust um að svo sé, og skulum vér því leitast við að skýra þetta dálítið fyrir lesendum Eimreiðar- innar, ef ske kynni að augu einhverra opnuðust við það. Til þess að fá sem glöggast yfirlit yfir allan embættiskostnað landsins, verður að skifta honum í ýmsa flokka. í I. flokki verða þá embættismenn með konunglegri veit- ingu og eftirlaunarétti, sem fá laun sín úr landssjóði. En auk sjálfra launanna verður í þeim flokki og að telja leigulausan bú- stað, þegar hann er einn hluti af embættistekjunum, og eins það hundraðsgjald (2 °/o), sem sýslumenn og bæjarfógetar fá fyrir að innheimta tollana, því þetta gjald er í rauninni partur af launum þeirra. Sé miðað við hinar áætluðu tolltekjur í síðustu fjárlögum, verður þetta gjald um 10,50x3 kr. á ári, en er þó líklega nokkru meira. Aftur eru aukatekjur sýslumanna og lækna, sem þó nema allmiklu, ekki taldar hér með. Loks verður og til þessa flokks að telja tillag landssjóðs til prestastéttarinnar (til fátækra brauða o. s. frv.). í II. flokki teljum vér gjöld við embættisrekstur þeirra embættismanna, sem taldir eru í I. flokki, að svo miklu leyti sem þau eru greidd úr landssjóði (skrifstofukostnaður o. s. frv.). Með skrifstofukostnaði stjórnarráðsins teljum vér og laun aðstoðar- manna þess, þótt þau eiginlega ættu að teljast til III. flokks, með því oss er eigi fullkunnugt um, hve miklu af skrifstofufénu er varið til fastra aðstoðarmanna og skrifara. Ferðakostnað ráðherr- ans verðum vér að áætla af handahófi, en gerum hann sem lægstan. í III. flokki teljum vér opinbera starfsmenn, sem fá föst laun úr landssjóði. í’eir eru í rauninni embættismenn, en kallast þó ekki svo, af því þeir hafa ekki rétt til eftirlauna. Að því er snertir laun umboðsmanna í þessum flokki, þá eru þau hér talin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.