Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Side 22

Eimreiðin - 01.01.1905, Side 22
22 og síðan hefur aðferð hans verið notuð víða með góðum árangri, þar sem bóla hefur gengið. Sem betur fer er bóluveikin orðin sjaldgæf síðan bólusetning hefur orðið almenn í Evrópu. f’ó aðferð Finsens sé ekki einhlít til að lækna bóluna, má telja hana stórframfarir. Rannsóknir Finsens leiddu hann smámsaman til nýrri uppgötvana. Honum þótti eigi óliklegt, að bláleitu geislamir, sem voru svo áhrifa- miklir á ýms efni, gætu einnig verið skaðvænir hinum ýmsu bakteríum, er framleiða hina og þessa sjúkdóma í hörundinu, og það sýndi sig fljótt, að svo var. Einn af þeim sjúkdómum, sem um langan aldur hafði verið talinn því nær ólæknandi var lúpus eða húðberkla- veiki, sem er fólgin í því, að tæringarbakteríur setjast að í hörund- inu, sem síðan bólgnar í hnyklum, rotnar og grefur í sundur. Sjúk- dómur þessi líkist þannig holdsveikinni og ásækir eins og hún mest- megnis andlitið og veldur hræðilega afskræmandi sárum. sem oftast- nær éta burtu nefið. Finsen reyndi nú að eyða bakteriunum í þessum sámm og bólgu- hnyklum með því, að láta öflugt blátt ljós skína á hina sjúku hörunds- hluta. Hann lét sólarljósið (eða öflugt rafmagnsljós) skína gegnum blálitaðan vökva (blásteinsvatn) og útilokaði með því aðra litgeisla en þá bláu; ennfremur útilokaðist hitinn af geislunum við að skína gegnum vökvann, sem var kaldur. Bláa ljósinu safnaði hann nú í þétt geislaband með brenniglerum og beindi því þannig á hör- undið. En til þess að ljósið gæti skinið sem lengst inn í hömndið, varð hann að tæma blóðið úr háræðunum, því þær lita hörundið rautt og aftra með því öllu bláu ljósi að skína inn. Þess vegna þrýsti hann blóðinu burtu með gagnsæjum en þykkum glerflögum, sem hann batt fast að hörundinu, þangað til það hvítnaði. í’að kom brátt í ljós að þessi hugvitsama aðferð var ekki árang- urslaus eða út í bláinn. Bólguþrotinn óx í fyrstu, en rénaði smámsaman aftur, og eftir endurteknar daglegar tilraunir nokkurn tíma í hvert skifti, tókst honum að lækna sjúkdóminn. Bólguhnyklarnir hurfu, sárin greru fyllilega með litlum örum, og glaðir urðu sjúklingarnir eins og nærri má geta. í’að leið nú heldur eigi á löngu áður en lúpussjúklingar streymdu til Finsens úr öllum áttum, svo nauðsynlegt var að færa út kvíarnar. Eins og áður er getið stofnaði hann ljóslækningastöð sína 1896, en seinna gat hann með tilstyrk ríkisins reist aðra stærri vel útbúna í alla staði, með tilraunastofum og öðru nauðsynlegu. Alt til þessa tíma hafa Finsen og lærisveinar hans á stofnuninni haft því nær 1300 lúpussjúklinga til meðferðar og hefur tekist að lækna þá flestalla. Auk þess hefur aðferðin verið reynd við 500 sjúklinga, er þjáð- ust af ýmsum öðrum hörundskvillum, en hefur gefist misjafnlega. Tím- inn er enn of stuttur til þess, að hægt sé að fella dóm um, hveiju ljóslækningin geti til leiðar komið, en óhætt er að segja, að hún gefur góðar vonir í framtíðinni. — Víða í öðrum löndum hafa verið reistar ljóslækningastofnanir með svipuðu sniði og hér í Höfn, sem þykja gef- ast ágætlega.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.