Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Qupperneq 23

Eimreiðin - 01.01.1905, Qupperneq 23
23 Finsen dó á bezta aldri, aðeins 44 ára gamall. Frá því er hann var um tvítugt hafði hann þjáðst af langvinnum sjúkdómi, sem hvorki hann né neinn annar læknir, sem hann leitaði til, gat læknað. Og svo sjaldgæfur og vandþektur var þessi sjúkdómur, að enginn hinna frægustu iækna gat með vissu sagt, í hverju hann væri fólginn. í’að vai fyrst eftir dauða Finsens, þegar líkið eftir ósk hans var krufið, að gátan varð fyllilega ráðin. Þá kom í ljós, að gollurshúsið og hið þunna hýði utan um lifrina voru þakin þéttri skán af kalksöltum, sem eins og steinhörð brynja þrengdi að tveimur hinum þýð- ingarmestu hffærum líkamans — hjartanu og lifrinni — og hindruðu störf þeirra. Þessar meinsemdir höfðu gefið tilefni til daglegra þján- inga, svo Finsen gat síðustu árin sjaldan á heilum sér tekið; því að- dáunarverðara er, hve miklu hann fékk afkastað. Hann þjáðist og löngum af vatnssýki, sem oft varð að tæma með ástungum, svo hann hefði viðþol. Hann hélt sjálfur lengi framan af, að öll veikin stafaði af sulli í liffinni, er hann hefði fengið heima á Fróni, og gekk fyrst úr skugga um að svo væri ekki, eftir að ítrekaðar prófástungur höfðu verið gjörðar inn í lifrina, án þess að nokkur sullavökvi kæmi í ljós. Það er dæmafátt með hve iniklum áhuga og eftirtekt Finsen fylgdi gangi sjúkdóms síns, meðan honum entust kraftar til, og var það bæði til þess, að reyna að komast fyrir upptök hans, en einnig til þess að leitast við að finna aðferð, er gæti læknað ekki einungis sjálfan hann, heldur og ótal aðra sjúklinga; það markmið hafði hann og fyrir aug- um, er hann stofnaði hið áðurnefnda sjúkrahús fyrir hjart- og lifrarveika. Hann reyndi ýmsar aðferðir og lagði á sig hvað eftir annað mjög stranga svelti- og þorstalækning með ótrúlegri þrautseigju, og hefur hann ritað um athuganir sínar í dönsk læknatímarit. En því miður tókst hvorki honum né neinum öðrum lækni að stemma stigu fyrir sjúkdómnum, sem smámsaman óx og leiddi til bana. Finsen var giftur Ingeborg Balslev, dóttur Balslevs biskups í Rípum, er samið hefur Balslevskverið. Hún lifir mann sinn ásamt tveimur börnum þeirra, Halldóri og Guðrúnu, sem bæði eru kornung. Allir sem kyntust Finsen eru sammála um, að hann hafi verið mesta ljúfmenni og bezti drengur í hvívetna. Hann var höfðingi í lund og sést það bezt af því, að hann gaf mestan hluta Nóbelsverðlaun- anna til stofnana þeirra, er hann hafði komið á fót. Hann átti marga vini, en enga hatursmenn, og var í miklum metum meðal embættisbræðra sinna. Hann kom lítið á mannamót og hélt mest kyrru fyrir heima, og var það auðvitað mikið veikindum hans að kenna. Hann gaf sig lítið að opinberum málum, en sagður var hann sjálfstæður og frjáls- lyndur í skoðunum. f’eir, sem þektu hann bezt, neita því að hann hafi verið neinn sérlegur gáfumaður; hvorki sérlega skarpur né næmur eða fróður, en hann fór vel með það, sem hann vissi, og hafði þau hyggindi, sem í hag koma. Öllum þeim, sem störfuðu með honum, ber hins vegar saman um,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.