Eimreiðin - 01.01.1905, Side 29
29
sjónum yfir hinni föstu stöðu minni í Oxford og hvað ég var þar óháð-
ur og frjáls. f’egar við unnum að einhveiju saman, var hann altaf
viðkunnanlegur í byijuninni, en snerist bráðlega og varð þá önugur og
fann sér alt til, hvað sem ég svo gerði, og ég varð því að láta hann
sigla sinn eigin sjó og gerði sjálfur hið sama«. S. Bl.
Skriðdyrsháttur.
Það hefur komið í ljós síðan nýja stjórnin settist að völdum
á Islandi, að flokkur sá, sem hana styður — eða að minsta kosti
blöð hans — hefur talið það skyldu sína að verja allar gerðir
stjórnarinnar, hversu öfugar sem þær væru eða óheillavænlegar
fyrir landið. En slíkur skriðdýrsháttur gegn stjórn sinni er harla
ósamboðinn sjálfstæðum mönnum og lítt til þess fallinn, að efla
þjóðræði í landinu og ala upp góða stjórn. Ekki getur heldur
hjá því farið, að slíkt komi þeim í koll fyr eða síðar, er svo leggj-
ast flatir fyrir valdhöfunum, að þeir þora hvorki að æmta né
skræmta, þótt framin sé bersýnileg óhæfa. Afleiðingin verður
auðvitað sú, að þjóðin missir traust á þess konar stjórnarsleikjum
og hættir að trúa þeim, jafnvel þótt þeir hafi stundum á réttu að
standa. Hins vegar stælist stjórnin upp í því, að leyfa sér hvað
sem vera skal, og álítur að alt, sem hún gerir, sé »harla gott«.
þannig hefur það gengið í öðrum löndum, þegar slíkt hefur komið
fyrir, og sama mun reyndin á verða á íslandi.
Sú var tíðin í Noregi, að líkt þótti við brenna þar, enda fór
stjórnarfarið dagversnandi, unz óánægjan var orðin svo mikil í
landinu, að beztu menn þjóðarinnar sáu, að ekki mátti lengur við
svo búið standa. Gamla stjórnin féll og önnur ný var skipuð.
Og nú ætla stuðningsmenn hennar ekki að brenna sig á sama
soðinu, heldur segja henni sjálfir ótæpt til syndanna, þegar hún
gerir glappaskot.
Vér álítum að ekki sé ófróðlegt fyrir íslenzka lesendur um
þessar mundir að sjá um þetta grein, sem birtist í blaðinu
»Verdens Gang« 30. okt. 1904. Par segir svo:
»Nú eru orðin svo mikil brögð að aðfinningunum við stjórn-