Eimreiðin - 01.01.1905, Page 36
3<5
Par sém ég þekki til á íslandi er hámýramyndunin mjög
sjaldgæf. Flestar mýrar þar eru hreinar og beinar lágmýrar.
Víða á íslandi myndast mór á nokkuð sérstakan hátt. Við
hlíðaræturnar koma tíðum upp margar uppsprettur, er halda hall-
anum frá hlíðarrótunum niður á láglendið sírökum. Á slíkum
stöðum geta oft myndast þykk mólög. í Danmörku hittast slík
mólög hingað og þangað og eru þaíi kölluð »Vældtorv«. Á ís-
lenzku mætti ef til vill kalla þess kyns mýrar uppsprettumýrar.
Talsverður munur er á hámýra- og lágmýra-mónum. Há-
mýramór er laus í sér og venjulega tága- og lurkalaus. Ljós á
lit, einkum efstu lögin. Lágmýramór er oftast miklu þéttari og
samfeldari en hámýramór, gegnofinn með tágum og oft með
mörgum smærri og stærri lurkum. Dökkur á lit.
Helzti mufiurinn á efnasamsetningu hámýra- og lágmýramós
er, að lágmýramór er miklu öskumeiri. Orsökin til þess er, að
vötnin, sem venjulega flæða yfir lágmýrarnar, flytja með sér sand
og leir, sem svo verður eftir í mýrinni og blandast saman við
móinn. Af þessum mismun leiðir að hámýrarnar eru miklu lakari
til ræktunar en lágmýrarnar, því hámýrarnar eru nálega gjör-
sneyddar steinefnum.
Pykt mólagsins er mjög mismunandi írá nokkrum decímetrum
og alt að io metrum, á einstöku stöðum jafnvel 24 metrar.1 Til
þess að mótekja geti borgað sig, er venjulega talið, að mólagið
verði að vera að minsta kosti 1 m. á þykt.
í’að liggur í augum uppi, að langan tíma þarf til að mynda
þykk mólög, og víst er að sum þeirra eru mörg þúsund ára
gömul. Sést það á fornleifum, sem fundist hafa í þeim. Sum
mólög eru miklu yngri. í Oldinborg á Þýzkalandi fanst fyrir
skömmu akvegur í jarðlaginu undir 1,8 m. þykku mólagi. Með
fullri vissu varð séð, að þéssi akvegur hafði verið notaður hér um
bil árið 54 eftir Krists burð. Á 1850 árum hafði því mólagið
vaxið um 1,8 metra eða 1 m. á IOOO árum. Petta dæmi er ná-
lega hið einasta, er þekkist um vöxt mýra.
1 í ritgerð þessari er mál og vigt eftir metramáli. Metri (m.) = 38*/4 þuml.
= 10 decím. (dm.) = ioo centím. (cm.) = iooo millímetrar (mm.). Kílómetri =
1000 metrar rúmlega */8 úr mílu. Kílógramm (kíló) = iooo millígrömm (mgr.)
= 2 pund.