Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 52

Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 52
52 fjögra hesta afl, tvo í senn eftir sporvegi til eltivélarinnar. Eftir að önnur hliðfjölin á vögnunum er tekin frá er steypt úr þeim, báðum í senn, sínum frá hvorri hlið niður í eltivélina. Á 8. mynd er gufuvagninn með einum vagni aftan í, og fyrir ofan sést vagn- inn steyptur. Sporvegurinn sést á 7. mynd. Endinn á honum er þrískiftur, og þar sem álmurnar kvíslast frá aðalsporinu er þrí- skiftur sporskiftir, og geta því vagnarnir eftir vild runnið inn á hverja álmuna sem vera skal. Jafnframt því að mórinn er graf- inn burt, eru álmurnar lengdar, svo vagninn er einlægt rétt við móbakkann. Pegar álmtirnar eru orðnar i5om. á lengd er spor- skiftirinn fluttur. Frá hverjum vagni er tekið 8 m. breitt belti. Beltið, sem tekið er fyrir í einu, er því 24 m. á breidd og er haldið áfram með það þvert yfir mýrina. Að því loknu er aðal- sporið flutt 24 m. til hliðar og aptur byijað á þeirri hlið mýrar- innar, sem næst er vélinni. Sporvíddin er nocrn.; mesti halli á sporveginum er 1:70 og minsti geisli í bugðunum er 20 m. Á 7. mynd sést að gufuvagninn getur ekið inn að skýlinu »b« meðan tómu vögnunum er skotið frá eltivélinni út á aðalsporið. Begar svo gufuvagninn hefur ekið fullu vögnunum (aftur á bak) að vél- inni, ýtir hann tómu vögnunum á undan sér, þangað sem þeir eiga að fara. Eltivélin (sjá 9. mynd) er 8 m. löng trérenna, sem er 57 cm. á breidd og dýpt. Eftir henni miðri liggur járnás, og á hann eru festir — eftir skrúfulínu — margir bognir og undnir stálknífar. Ásinn snýst 50 snúninga á mínútu hverri, og við það mylja og tæta knífarnir móinn í sundur og blanda honum saman við vatn, unz hann er orðinn að hálfþykkri, samkynja leðju. Jafnframt

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.