Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Side 56

Eimreiðin - 01.01.1905, Side 56
56 inn á 2—3 vikum, en oft tekur það tvöfalt lengri tíma. Að món- um er unnið apríl—ágúst eða her um bil 115 daga. Kostnaður við móinn er fyrir hann þuran á þurkvelli 2,28 krónur í kaupgjald, hesta og eldsneyti. Umsjón og rentur og af- borgun af stofnfénu — 33,000 krónur — og viðhald 0,80 krónur. Flutningur til járnbrautarstöðva 0,90 krónur, alt reiknað fyrir smá- lestina. Allur kostnaður við eina smálest af mó fluttum á járn- brautarstöð er þá 3,98 krónur. Söluverðið er 6,50—7,25 krónur á járnbrautarstöðinni. Vinnan er mest ákvæðisvinna og vinna starfs- mennirnir sér inn 5 krónur á dag með 11 klukkustunda vinnu. Verksmiðjan býr til 6—8000 smálestir af mó ári hverju. 12. mynd. í Danmörku eru nú 25 verksmiðjur af þessari gerð, en allar eru þær minni.1 Ársframleiðsla flestra frá 1500 til 3000 smálestir. Hentugastar heima væru líklega þær minstu, sem búa til 6—7 smá- lestir á dag, eða ef gjört er ráð fyrir 60 daga móvinnu heima, yrði ársframleiðslan nálægt 4oo smálestum. í stað gufuvélar er hentugt, við svo litlar verksmiðjur, að nota steinolíumótóra, þá getur sami maðurinn passað mótórinn og eltivélina. Lítil verk- smiðja í Sparkær, sem Jóhann nokkur Bak á, er þannig gjörð. Mórinn er fluttur að eltivélinni í sporvagni, líkt og við 0kærverk- 1 Á 12. mynd sést ein af þessum miðlungs stóru móverksmiðjum. Lengst til vinstri sést sporvegurinn út á þurkvöllinn, svo safnkassinn, lyftivélin og mósteypivagn steyptur; er verið að tæma hann í eltivélina. Bakvið sést húsið, sem gufuvélin stendur í.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.