Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Side 57

Eimreiðin - 01.01.1905, Side 57
57 smi&juna, og draga hestar hann, en móleðjan er flutt út á þerri- völlinn í tvíhjólaðri kerru með djúpum kassa (á dönsku Gumpe- kasse). Mannaflinn var: i maður í mógröfinni, I við eltivélina og i mótaði móinn. 2 drengir með 2 hestum aka mónum að og frá eltivélinni. Dagsverkið er snálægt 7 málestum. Einstöku litlar móverksmiðjur eru reknar með hestafli í stað mótórs eða gufuvélar. Litið eitt frábrugðnar þessum verksmiðjum eru verksmiðjurnar í Herning og Moselund. Aðalmunurinn er, að þar er mórinn steyptur í færri og stærri mótagrindur, sem svo eru hreyfðar til og frá með lyftivél á hjólum. Ennfremur er á báðum stöðum hafður gufuvagn til að draga móleðjuvagnana, — sem eru mikln stærri en í Sparkær — út á þerrivöllinn, en mórinn er dreginn að eltivélinni með vírstrengjurn, er aðalgufuvélin hreyfir. Sjálfar elti- vélarnar eru líka talsvert frábreyttar. En öll vinnuaðferðin er í aðalatriðunum hin sama og við 0kær-verksmiðjuna, svo ég sleppi að lýsa þeim nánar. Á nokkrum stöðum í Danmörku hefur Sparkær aðferðinni verið breytt þannig, að eltivélin er hreyfanleg og þá venjulega rekin með hestafli. í stórri mýri nálægt Pindstrup-járnbrautarstöð, voru í sumar nálægt því 30 slíkar vélar. Eltivélin er að gerðinni til, lík hinum föstu, nema minni, svo sem 2 m. á lengd. Frá hesta- ganginum liggur langur járnás í 4 stykkjum, svo að hægt er að flytja eltivélina fjórum sinnum, án þess að flytja hestaganginn, bara með því að taka burtu part af ásnum. Lítil dæla, sem ás eltivélarinnar hreyfir, dælir vatn úr mógröfinni upp í eltivél- ina. Aðferðin er þannig: Eltivélin er sett rétt á grafarbakkann, svo að maður sá, sem stendur í gröfinni, getur kastað mónum í þann enda eltivélarinnar, sem vatnið er dælt inn í. Vélin eltir nú móinn og mjakar móleðjunni jafnframt yfir í þann endann sem frá dælunni snýr. IJar rennur leðjan út í grunnann kassa, við hliðina á eltivélinni. Ur þessum kassa er leðjunni mokað upp í hjólbörur og ekið eftir plönkum út á þerrivöllinn, sem er sjálf mýrin, og steypt þar í mót. Tveir menn aka móleðjunni út og steypa hana. Mótagrindurnar hafa 30 hólf og fylla einar hjólbörur hverja mótagrind. Eltivélin með hestagangi og öðrum áhöldum kostar sem næst 300 krónur. Par sem ég sá, var vinnan ákvæð- isvinna. Formaðurinn, sem sjálfur leggur til vél og hest, fékk 1,50 krónur fyrir hverjar 1000 móflögur steyptar á þerrivelli. Við þriðja mann bjó hann til 80,000 mókögla á viku, og svarar það

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.