Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Page 64

Eimreiðin - 01.01.1905, Page 64
64 Hin gamla og íslenzka saga er sögð, er sagan þín færð er í letur: Var alin og lifði við andlegan skort og einangrun sumar og vetur. — í dölunum okkar er bogin sú björk, sem beinvaxin lifað þó getur. þá gerðist nú framtíðin verkefna-vönd og vænleg til umbóta-þrifa, ef bugðunum fækkaði í bæjum og hlíð, en beinvaxið alt fengi að lifa. Og menningin þekkir svo lögmál þess lífs, að lýsing þess vel mætti skrifa. Eg veit það, að starfsemin vekur þann dug, sem verkleysan deyfir og svæfir. En hvíldarlaust strit, það er illgresi eitt, sem ávexti mannblómsins kæfir. Eað keyrir í hnipur þá konungmanns sál, sem konungslíf sannlega hæfir. Af íslenzku konunni er ætlast til þess, ef aðeins hún bugast ei lætur: Að hafa á störfunum hraðvirknis-tök og hlutunum sífeldar gætur; á vaðbergi standa hvern vonlítinn dag, en vaka hjá börnum um nætur. I umkomuleysinu er alþýðan vor, því önnur hver fátæklings kona er hæf til að lifa sem hefðarmanns frú og helga sér frægð þeirra sona, sem íturvöxt hljóta og allskonar ment og auðlegð, — en það fer nú svona. Og sízt er það furða, þó verði þeim varmt og viðkvæmt á fótum og baki, sem einstigi fátæktar endilangt gekk, — að andanum förlist og hraki. Og ekki’ er vanþörf í íslenzkri bygð að umbótum lífskjörin taki.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.