Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Side 70

Eimreiðin - 01.01.1905, Side 70
70 Ritsjá. ÁRSSKÝRSLA RÆKTUNARFÉLAGS NORÐURLANDS 1903. Akureyri 1904. Félag þetta hefir farið vel af stað og má mikils góðs af því vænta, enda hefir því verið vel tekið af mörgum, þar sem fé- lagsmenn voru í árslok 1903 orðnir 665 og ýmsir höfðu gefið því stærri gjafir. f’að á líka fyllilega skilið, að það sé stutt af alefli og hefði átt að fá ríflegri stuðning frá alþingi, en raun varð á. f’essi skýrsla félagsins er ekki nein þur upptalning, eins og oft gerist með skýrslur, heldur hefir hún og inni að halda góðar ritgerðir, sem bæði eru örvandi og fræðandi. Er þar fyrst ágæt ritgerð um störf og verkefni félagsins eftir forseta þess amtmann Pál Briem og því næst fleiri smáritgerðir eftir aðaistofnanda félagsins skólastjóra Sigurð Sigurðsson. Eru þær um tilbúinn áburð, undirstöðuatriði jarðyrkj- unnar, grasrækt, garðrækt, tilraunastöðvar, gróðursetning trjáa og runna o. fl. og er margt og mikið á þeim að græða. Alt, sem vér höfum séð frá hendi þessa efnilega manns, bendir á, að hann hafi hvort- tveggja í einu: lifandi áhuga og glögt auga fyrir praktiskum aðferðum og hveiju unt sé að koma í framkvæmd. Hver veit nema hann geti orðið okkur einskonar íslenzkur Dalgas, ef við kunnum rétt með að fara og látum hann og ræktunartilraunir hans njóta alls þess stuðn- ings, sem hann á skilið. V. G. BÚNAÐARSKÓLINN Á HÓLUM í HJALTADAL. Akureyri 1903. í skýrslu þessari er skýrt frá tilgangi skólans, kensluaðferð, kenslu- áhöldum, námsgreinum o. fl. Námstíminn er 2 vetur og kenslan nær eingöngu bókleg, en skólinn útvegar þeim piltum, sem þess óska, verk- lega kenslu í garðyrkju, grasfræsáning, plægingu, skógrækt, garðhleðslu, vörsluskurðagjörð, hallamælingu, framræslu, veitugjörð, meðferð áburðar og eftir atvikum skepnuhirðingu. Bóklegu námsgreinarnar eru 20 (auk leikfimi) og mun sá enginn blár geta kallast, sem orðinn er vel heima í þeim öllum. En lítt er það skiljanlegt að því marki verði náð á einum tveim vetrum. Kensluaðferðin virðist mjög praktisk og náms- greinarnar vel valdar. — Auk hins reglulega skóla er og á Hólum haldinn bændaskóli tvisvar á ári, hálfan mánuð í hvort sinn, og eru þar haldnir fyrirlestrar um ýms búnaðarfræði, sem að minsta kosti geta haft hvetjandi áhrif, þó þeir að vonum ekki veiti mikinn þekkingar- forða. Skólinn leggur mesta áherzlu á að kenna með lifandi orði og sýningum mynda og er slíkt vel ráðið. V. G. SIGURÐUR SIGURÐSSON: RJÓMABÚIN OG SMJÖRSÖLU- HORFURNAR. Rvtk 1904. í fyrirlestri þessum, sem höf. flutti á rjómabúafundi við f’jórsárbrú 29. jan. 1904, er skýrt frá vexti og viðgangi mjólkurbúa hér á landi og útflutningi af smjöri frá þeim, ennfremur um framleiðslu smjörs og sölu

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.