Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 73

Eimreiðin - 01.01.1905, Blaðsíða 73
73 sína að giftast henni og gerir það. Fara þau svo brúðkaupsferð út í lönd, til Eng- lands, Frakklands og Ítalíu og Heiga með þeim. Verður ferðin lítt til ánægju fyrir Þóru, því hún má jafnan hírast heima á hótellum meðan Óskar og Helga eru úti að skemta sér. Og þó farareyririnn væri ekki af skornum skamti, hrekkur hann ekki til í spilahúsinu í Monte Carlo, því þar tapa þau ógrynni fjár, og leiðist því Óskar til að gefa út ávísun upp á 100,000 kr. undir nafni föður síns, landshöfðingjans, og vottaða með nafni tengdaföður síns og falsar bæði nöfnin. Eftir heimkomuna eru þau Óskar og Helga jafnan saman, en samlyndið milli hjónanna stirðnar meira og meira og leiðir öll meðferðin á róru hana til dauða, eftir að hún hefir alið dóttur, sem er skírð Elín. í sömu svifum kemur ávísunin falska fram og verður lands- höfðingja ekki um sel, en kannast þó við undirskriftina til að bjarga syni sínum frá tugthúsinu, en rekur hann af landi burt samstundis og lætur hann lofa að hann skuli aldrei koma aftur til íslands. Verður h nn að rýja sig inn að skyrtunni til að borga skuldina og veðsetja bankanum ffingvelli fyrir miklu meira en þeir eru virði. En Magnús sonur hans býr þar áfram og streytist við að borga vextina. Smali hans og hestadrengur heitir Jón Vídalín. Helga fer aftur til Khafnar, en Óskar til Lundúna. Lendir hann þar í mesta volæði og niðurlægingu, unz Helga kemur þangað og hefur hann upp úr henni með aðstoð Niels Finsens söngfræðings, sem er sonur bæjarfógeta Finsens í Reykjavík, er síðar verður ráðherra íslands, er stjórnarbreytingin kemst á, og landshöfðingi deyr af gremju yfir henni, þegar kóng- urinn hefir ekki viljað verða við bón hans um að neita um staðfestingu sína. Niels Finsen hefir kynst Helgu í Rvík og séð, að hún hafði mikla hæfileika til að verða góð söngkona. Hefir því kallað hana til Lundúna og kostar kenslu hennar. f*au útvega svo Óskar í sameiningu góða söngstjórastöðu fyrst í Lundúnum og síðar f Frakklandi og fara sjálf með honum þangað. Honum græðist fé, en lendir aftur í spilahúsinu í Monte Carlo fyrir fortölur Helgu, sem altaf hefir mikið vald yfir hon- um. Tapar hann svo hverjum eyri og gerir sig að lokum sekan í falsspili og sleppur því aðeins lifandi burt, að svo er látið heita, að hann hafi sjálfur ráðið sér bana, og berst sú fregn um alt og einnig heim til íslands. En nú skilur með hon- um og Helgu, fer hann til Lundúna og dvelur þar í kyrþey, en semur hvert söng- verkið á fætur öðru og verður heimsfrægt tónskáld og rakar fé saman. Kallar hann sig nú Kristján Kristjánsson og er það nafn á allra vörum, en sjálft tónskáldið (manninn) þekkir enginn, því hann lætur hvergi sjá sig. Snýr hann nú heim til ís- lands eftir 16 ára útivist og er þar tekið með mestu viðhöfn sem hinu heimsfræga tónskáldi Kr. Kr., en enginn þekkir hann. Er þá faðir hans dáinn fyrir löngu, en móðir hans Anna og dóttir hans Elín hjá Magnúsi bróður hans á ffingvöllum. En svo er á statt fyrir honum, að hann hefir ekki getað staðið í skilum með hina háu vexti af bankaskuldinni gömlu og á nú næsta dag að selja Pingvelli við opin- bert uppboð. Óskar tekur þá 200,000 kr. út í bankanum (samkvæmt ávísun frá banka hans í Lundúnum) og leggur á stað til Þingvalla í stórhríð og kemst þangað við illan leik. En hann þorir ekki að láta vita, hver hann sé, og er hann hefir talað við þau mæðgin og dóttur sína, sér hann að hjálp sín muni ekki þegin, ef hann segi satt frá öllu. Afhendir hann þá Elínu dóttur sinni seðlabók sína um kveldið, áður en hann háttar og biður hana að afhenda sýslumanni næsta morgun áður en uppboðið byrji. En í hana hefir hann lagt seðil, þar sem á er ritað að alt innihaldið (200,000 kr.) sé eign Elínar. Laumast hann svo burt um nóttina og ætlar til Eyrarbakka og komast þaðan með skipi til Noregs, en verður úti á fjöll- unum uppi við Hengilinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.