Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 13
93
segir ályktunin, má ekki fara, ef samið er við Dani; en hvernig
samið er að öðru leyti og hvað samið er um — það fékst þjóð-
fundurinn ekki við að segja fyrir um, enda var það eigi hlutverk
hans, og er hins vegar ekkert grundvallaratriði. — I sambandi
við aðalefnið gerði fundurinn (sérstaka) ályktun um tvö af þeim
atriðum, er af því leiðir, fána og þegnrétt, með því að þau vóru
sérílagi á dagskrá hjá þjóðinni, en samhengið er látið koma í ljós
í orðunum (sbr. »telur sjálfsagt*).
Par sem persónusamband er það minsta stjórnarlegt sam-
band, sem átt getur sér stað milli landa, verður eigi um sáttmála
að tala um þessi efni, ef farið er lengra; þá hafa þjóðirnar um
ekkert slíkt að semja. En náist ekki samningar án þess að fara
»skemmra« (þ. e. ef ríkisréttindi landsins eru eigi viðurkend), þá
tekur 2. liður aðalályktunarinnar svo til, að eigi sé annað fyrir
höndum en að Islendingar vinni að »skilnaði landanna«. Hér
er átt við skilnað að fullu og öllu í verki, því að réttarlegur
skilnaður milli þjóðanna er þegar ákominn, er Island er viðurkent
ríki, eins og krafist er í fyrra lið ályktunarinnar; en höndlun
hans er og bein leið til hins. —
Þótt ekki væri því um að villast, hvers krafist væri í álykt-
uninni, kom þó fram á fundinum frá einum fulltrúanna (G. Sv.)
uppástunga sem breytingartillaga, um að »sérstakt ríki« yrði
sett í staðinn fyrir »frjálst land« o. s. frv., og á þann hátt sagt
hið sama með dálítið öðrum orðum. Taldi tillögumaður rétt, að
viðhafa þetta orð (ríki), er nákvæmlega ætti við hugmyndina, í
ályktun þjóðfundarins, enda þótt það vegna ýmsra atvika hefði
eigi komist inn í þingmálafundaályktanir, nema örfáar. Að vísu
hefði »land« áður fyrri verið notað í líkri merkingu og »ríki* (t.
d. hjá Jóni Sigurðssyni), en nú á tímum gæti það vart staðist.
Orðin væru vitanlega þannig ákveðin í aðaltillögunni, að eigi yrðu
þau réttilega skilin nema á þann eina veg, er greindur hefir verið,
en samt kysi hann heldur orðið »ríki«, því að það eitt mundi
vera nóg skýringalaust hvar sem væri, og ályktunin yrði þá svo
gagnorð, sem tök væru á. Fylgdu ýmsir þessum fulltrúa að
þeim málum, en margir töldu orðabreytingu eigi nauðsynlega;
meiri hluti nefndarinnar vildi og halda hinum orðunum og flutti
formælandi hennar (E. H.) það kappsamlega. Var þá auðsætt, að
fulltrúarnir myndu, ef breyt. till. yrði upp borin, skiftast um orðin,
þótt allir væru þeir sammála um efnið. En undir því vildi flutn-