Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 37

Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 37
skáldsins samhljóma við einhvern vissan streng á hörpu hugsana sinna og tilfinninga, eins og söngurinn væri ómur frá hjarta hans sjálfs. — En hann gat aldrei stilt strengina sína. Aldrei fram- kallað hina djúpu þrá sálar sinnar, né dásemd náttúrunnar, og bundið þær í ómöldum hins hreimtöfrandi söngs. Nú fann hann sjálfan sig, sitt fegursta og dýpsta, í óði skáldsins. Demant lífs hans, sem áður var hulinn, skein nú og blikaði fyrir augum hans og sendi þúsundir ljósgeisla í allar áttir. Nýtt líf streymdi um æðar gáfaða bóndans, og hann söng og var sæll. Og heimski bóndinn söng. Ekki vegna þess, að hann í raun- inni skildi sönginn, heldur af því að hinir bændurnir sungu hann. En þegar hann loksins var búinn að læra hann, þá þótti honum hann láta svo vel í eyrum, að hann söng hann á hverjum degi. Honum fanst hann hvísla svo undarlega, einhverju skrítnu að sér, sem hann ekki skildi, en sem hann þó hafði gaman af og líkaði vel að heyra. — »Eg held mér leiddist ekki að syngja þetta til dómsdags,« sagði heimski bóndinn og söng. Sólin hækkaði á lofti. Pað var hásumardagur. Geislarnir og rósirnar fléttuðu sigursveiga úr ljósi og blómum yfir allan dalinn. Fuglarnir sungu tilverunni lof og dýrð. Alstaðar var líf og ljós. Og andi skáldsins varð snortinn af hinni himnesku dýrð hinnar fullþroskuðu náttúru. Hann klæddi sig í silkihjúp andvar- ans og sveif yfir dalinu; talaði við grösin og blómin, lækina og sólskinið, fiðrildin og fuglana — og öll sögðu þau honum inndæl æfintýri úr töfraheimi lífsins. En þegar hann kom heim, söng hann um alt, sem hann hafði heyrt og séð, og bændurnir heyrðu söng skáldsins, námu hann og sungu. Svalur gustur blés neðan dalinn. Sólin tók sér lyíttstað í suðvestri, eftir endaða dagsgöngu. Pað var komið haust. Kveld- skuggarnir læddust með hægð ofan fjöllin — yfir bleika geira og skrælnaðar grundir, unz þeir tóku allan dalinn herskildi. Smám- saman fór ein og ein stjarna að birtast á hinum dimmbláa himni. Svo fleiri og fleiri, unz himininn var allur orðinn eins og óslitið glitrandi perlunet. Og stjörnurnar störðu djúpum augum ofan í litla dalinn dimma, en það var orðið svo dimt, að þær sáu ekki hin hrörlegu blóm, sem voru að kveðja hvert annað með hneigðu höfði í hinzta sinni. — Fegurð sumarsins var horfin; söngradd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.