Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 49
t
Merkur Vestur-Islendingur.
Þegar tímar líða, og sú stund
rennur upp, að saga Vestur-ls-
lendinga verður rituð rétt og
hlutdrægnislaust, þá hygg ég
að margra merkra manna verði
getið, sem annaðhvort alls ekki
er getið í þeim sögum, sem nú
eru til ritaðar af Vestur-íslend-
ingum, eða þá aðeins lítillega
minst á, og það þá ekki með
öllu laust við hlutdrægni, sem
því miður oft vill eiga sér stað,
ef maðurinn, sem ritað er um,
og söguritarinn eru ekki andlegir
fóstbræður í skoðunum á öllum
mannfélagsmálum. Einn í þeirra
tölu ætla ég að sé maður sá, er
»Eimreiðin« flytur nú mynd af,
BALDWIN LÁRUS BALDWINS-
SON, ritstjóri »Heimskringlu«.
B. L. Baldwinsson er fæddur á
Akureyri við Eyjafjörð 26. okt.
1856. Voru foreldrar hans þau
Baldvin Jónsson, ættaður úrSkaga-
fjarðarsýslu, og Helga Egilsdóttir,
yfirsetukona frá Bakkaseli í Öxna-
dal í Eyjafjarðarsýslu. Til 12
ára aldurs ólst hann upp með móður sinni og stjúpa Kristjáni Tómas-
syni. Voru þau bláfátæk, höfðu aðeins »til hnífs og skeiðar« sem
kallað er, eða vart það, og ólst Baldwinsson því upp í fátækt mikilli
og öllum þeim erfiðleikum, sem henni eru samfara. í tvö ár, 11. og
12. aldursár sitt, dvaldi hann í Reykjavík með móður sinni og stjúpa,
sem þangað fluttu. Naut hann þar barnaskólamentunar, sem hann
notaði sér vel, því snemma bar á því, að hann væri bæði iðinn og
námfús. I’egar hann var 1 2 ára, flutti hann norður á Akureyri aftur,
til Steins Kristjánssonar járnsmiðs, föður Friðbjarnar bóksala, sem nú
er á Akureyri, og konu hans Guðnýjar Kráksdóttur, sem var móður-
amma hans. Hjá þeim dvaldi hann til 17 ára aldurs Á þeim árum
naut hann sama sem engrar skólamentunar, en þrátt fyrir það var
kapp hans og áhugi svo mikill fyrir því að læra, og búa sig undir
lífið, bæði í bóklegu og verklegu tilliti, að sautján ára gamall var hann
búinn að nema öll almenn fræði, sem ungir menn áttu kost á að
nema á þeim tímum á íslandi. Auk þess hafði hann lært dönsku
nokkurn veginn vel, mest af sjálfum sér. í henni hafði hann aðeins
Baldwin Lárus Baldwinsson.
9