Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 77

Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 77
157 sína í Asíu, Trankebar, og bygðu þar kastalann »Dansborg«. Jón Ólafsson hafði sárlangað til að taka þátt í þeirri för, en konungur setti blátt bann fyrir, svo hann varð að sitja kyr með sárt ennið. En þegar félagar hans komu heim aftur, kunnu þeir frá mörgu að segja, og Jón lét ekki á sér standa að spyrja þá spjörunum úr. En hann færði svo frásögur þeirra í letur og kvað í þeim margt kynlegt vera og ekki sem trúlegast. En þessu er öllu slept í dönsku útgáfunni, með því útgefend- urnir hafa horft í að eyða miklu rúmi til að prenta allar þær bábiljur. En nógu gaman hefði þó verið að sjá þær líka, því vitleysur og bábiljur geta líka haft menn- ingarsögu-gildi, að því leyti sem þær bæði sýna, hve einfaldir og trúgjarnir menn gátu verið á þeim tímum og hveijum augum menn litu á viðburði, náttúruöfl o. fl. þess háttar, — hve hjátrúin var mögnuð og skilningurinn og þekkingin lítil. Þær sögur, sem Jón fékk þannig að heyra um undralöndin austurlenzku, æsti enn frekar löngun hans og þrá til að kynnast þeim með eigin augum. Og þegar önnur ferðin hófst 8. ok. 1622, fékk hann að fara með, og er mestöll bókin frásögn um þá ferð fram og aftur og dvöl hans á Indlandi. Skýrir hann þar meðal annars frá nokkrum atriðum viðvíkjandi verzlun Dana í Asíu, sem mönnum hefir hingað til verið ókunnugt um. En þó margt bæri fyrir hann á þessu ferðalagi, sem satt gat forvitni hans og orðið honum til nautnar, þá varð þó niðurstaðan af förinni fyrir sjálfan hann alt annað en gleðileg. Hann slasaðist sem sé hroðalega rétt áður en hann lagði af stað frá Indlandi og lá í sárum mestan hlut af heimleiðinni, og varð aldrei alheill. Auk þess hrepti skipið, sem hann sigldi með, ódæma hrakninga og lá nærri, að það færist með öllu. í>ó varð því bjargað við írlandsstrendur, en lengra komst það ekki fyr en eftir langa dvöl og mikla viðgerð. þar varð Jón að skilja við það slyppur og allslaus og skilja eftir í því allan farangur sinn og aleigu, sem hann sá aldrei framar. Að skýra frá efninu í frásögu Jóns og því mörgu merkilega, sem fyrir hann bar, yrði oflangt mál. enda gerist þess lítt þörf, þar sem bráðlega er von á íslenzkri útgáfu af sögu hans, jafnvel enn fyllri en dönsku útgáfunni. En þess vildum vér geta, að vér getum ekki ætíð fallist á athugasemdir útgefendanna við frásögn hans. A bls. 135 segir Jón, að þeir hafi verið 140 á skipinu, en bætir svo við: »ég á við stórt hundrað.« Utgefendurnir hnýta hér við þeirri athugasemd, að óljóst sé, hvað hann eigi við, með því »stórt hundrað« tákni annars ætíð 120. Oss finst ljóst, að J. Ó, eigi við hundrað og fjörutíu (120 + 40=160). Þetta kemur líka vel heim við, að annar maður, sem var með í förinni og ritað hefir um hana (sbr. bls. 157, aths. 3), segir, að »hásetar og undirforingjar« hafi verið 143. En auk þeirra voru talsvert margir farþegar og yfirmenn, sem vel gátu verið um 17 manns. A bls. 167 segir Jón, að skipstjórinn á skipi því, sem félagið sendi með vistir og hjálpar- gögn til írlands, hafi verið hinn sami og sá, er var með Boye á leiðinni austur. »Við hvern hér er átt, vita menn ekki« bæta útgefendurnir við. En oss virðist auðsætt, að Jón eigi hér við PeterAndersen, sem hann á bls. 13 telur skipara næst Boye í austurförinni. — Á bls. 179 segir, að bæirnir Ingveldarstaðir, Daðastaðir og Skarð liggi á Höfðaströnd (austan Skagatjarðar), en þeir liggja allir á Reykjaströnd (vestan Skagatjarðar). Annars er allur frágangur á bókinni yfirleitt hinn prýðilegasti og þýðingin vönduð. V. G. UM SVÍNFYLKING og að »fylkja hamalt« hefir dr. A. Olrik ritað í »Danske Studier« 1907 (bls. 214—220), og sýnir hann þar fram á, að þetta sé tvent ólíkt, þótt íslenzkir sagnaritarar láti það vera eitt og hið sama. Svínfylking tákni fleygmynd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.