Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 69
149 váttar, ok alla þegnskyldu, svá framt sem haldin eru við oss þau heit, sem í mót skattinum var játað.« Útlent vald tók samt snemma að krefjast ýmissa skatta og álagna af þessu fátæka landi, er engin lög vóru til um. 1286 var boðið út liði af íslandi til hernaðar ytra. f’ó var þeim konungskröfum ekki sint. Tókst helzta höfðingja landsins, Raíni Oddssyni, að eyða því máli fyrir konungi. Aftur var fjárbænum Margrétar drotningar ekki með öllu neitað. Konungsvaldinu tókst og að sölsa undir sig ýmsar jarðeignir. 1541 krafðist Danakonungur þess, að Islendingar gyldu sér svokallað »landshjálpargjald«, »upp f þann hinn mikla kostnað, er konungur hafði haft í næstliðnum stytjöldum, þegar hann var að brjótast til ríkis í Danmörk og Noregi fyrir sjálfan sig.« Hefir því þótt vel fara á, að efnaþjóðin íslendingar hlypi undir bagga með konungi í nauðum hans. Um sömu mundir er og farið að láta greipar sópa um auðæfi kirknanna, rýja þær skarti sínu og skrúða. Var svo hart gengið að í þessu efni, að sjálfur Jón Arason átti ekkert undanfæri nema senda konungi stórfé af eignum kirknanna. 1551 var fésjóðum og dýrgripum Hólakirkju beinlínis rænt. Er enn til skýrsla um fé og muni, er þaðan var numið, og er hún prentuð í bók þessari. í’ó tekur fyrst steininn úr, þegar farið er fram á það við íslendinga, að þeir standi straum af herskipakostnaði við íslands- strendur. Átti herskipið að verja einokunarréttindi Dana, segir höf. Var það smellinn ágangur, er íslendingar áttu að gjalda fé til slíks. Það væri ekki ólíkt því og ef Þjóðveijar mældust til Jiess af dönskum Suður-Jótum, að þeir greiddu þeim sérstakt gjald eða sérstakan skatt handa þýzkum embættismönnum, er væri skipaðir til að gæta þess, að þýzk tunga væri sem mest töluð meðal Dana þar syðra. Ef íslendingar þykja ekki nógu auðsveipir og láta ekki nógu fljótt að dönskum stjórnarskipunum, er danskt hervald sent á hendur þeim, vopnlausum, fátækum og fámennum. 1541 og 1551 vóru herskip send heim Átti það að hertaka Jón Arason í seinna skiftið, sem kunnugt er. Þá vonaði konungur, að guð almáttugur gæfi þeim herfang í ferðinni. Þó færðist skörin fyrst upp í hásætið 1662, er kúgun var beitt, svo að vér játuðumst einveldinu. Hringur vopnaðra hermanna var sleginn um þingheim. Þegar Brynjólfur biskup færðist undan að rita undir einveldisskjalið, benti Bjelke aðmírál! á hersveit sína og spurði, hvort hann sæi hana. Heilan dag var þófið þreytt við Áma lögmann Oddsson, unz hann svignaði og ritaði grátandi undir þessa háskalegu og örlögþrungnu skuldbinding. Margt fleira er fróðlegt og merkilegt í þeim kafla bókarinnar, er dr. J. T’. hefir samið, t. d. frásögnin af því, er reynt var að veðsetja ísland. Hafa Danakonungar þózt geta farið með íslendinga eins og hesta sina og húsgögn. Gaman er og að sjá ummæli Péturs Palladiusar um Jón Arason, sem að flestra dómi mun þó eitt hið ágætasta mikil- menni, er íslendingar hafa eignast: »Mér sárnar það af öllu hjarta, svo sannarlega hjálpi mér guð almáttugur, að þér hafið átt svo lengi sannan varg fyrir biskup sem ekki hefir lært annað en tæta og rífa í sundur sauði Jesu Christi, þann blindaða og vesæla Jón Arason«, skrifar hann Hólaprestum. »Ó, drottinn dýrðarhár! Slikur biskup hæfir svínum, en ekki mönnum«, segir hann enn fremur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.