Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 53

Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 53
133 arboði, sem mjög merkur bóndi, Eiríkur H. Bergmann, bóndi á Gardar í N.-Dakóta, hafi boðið sér á yngri árum (árið 1883), en sem var það, að kosta hann til lögfræðisnáms. Vegna ýmsra orsaka varð hann að hafna þessu rausnarlega boði, en það er hans skoðun, að sem lög- maður hefði hann verið í stöðu, sem næst var náttúrufari hans. í’etta er líka mjög sennilegt, því eigi hefði hann síður verið vel til foringja fallinn eftir þá mentun, en áður. Baldwinsson er maður nú rösklega fimtugur, en ellimörk sjást ekki mikil á honum fyrir það. Hann er sífjörugur enn, eins og hann væri helmingi yngri. En dálítið er hann farinn að tapa sjón. Hann á fjölda vina bæði meðal íslendinga — jafnt þeirra, sem eru gagnstæðir honum í skoðunum, og hinna — og innlendra manna; og líklega er enginn íslendingur hér í borginni jafn- mikið — og um leið jafnvelþektur meðal þeirra, sem hann. Vinsældir sínar á hann að þakka lipurð sinni og hreinskilinni framkomu — komið ævinlega hreint og beint framan að, og verið hinn áreiðanlegasti í öllum viðskiftum. — íslendingar víðsvegar út um nýlendur hafa átt góðan og ráðhollan mann, þar sem hann hefur verið, enda hafa þeir fjöldamargir fengið hann til að taka að sér og gjöra mörg áríðandi störf fyrir sig hér í borginni, er við innlenda menn var að eiga. Alla tíð hefur hann góðfúslega gert þetta án nokkurs endurgjalds. Bald- winsson er kvæntur Helgu Sigurðardóttur frá Jaðri á Langholti í Skaga- firði, góðri konu og hæglátri. Sjálfsagt hefur hún, sem betur fer, »oft orðið að leika sér að gullum1) sínum, meðan aðrar konur léku sér við hugsanir,« því hún er 6 barna móðir, og eru nú 4 þeirra að mestu leyti uppkomin, 3 stúlkur og 1 drengur. Tvö dóu í æsku. Hefur hún að líkindum ekki hvað sízt þurft að gæta þeirra, þegar hún var á ferðalagi með þau kornung milli íslands og Ameríku, meðan maður hennar hafði á hendi útflutningsstörfin. Með dáð og dug hefur hún stutt mann sinn í öllu starfi hans. I’egar litið er á hinn framúr- skarandi dugnað og áhuga, sem alla tíð hefur sýnt sig hjá Baldwins- son, og hans óþreytandi kapp á að verða að nýtum manni í lífinu, og þar af leiðandi hin miklu störf hans í þarfir þjóðflokks síns hérna megin hafsins, þá leikur enginn vafi á því, að hans mun alla tíð verða minst sem eins hins merkasta Vestur-íslendings, sem komin er austan um haf. Winnipeg í maí 1907. A. J. JOHNSON. *) Svo nefnir séra F. J. Bergmann börn, sem konur eiga, í Almanaki Ól. S. Þorgeirssonar 1907, bl. 43. HÖF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.