Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 44

Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 44
124 tvö voru alin upg á hreppnum og voru niðursetningar þar í dalnum. En ljóð skáldsins bárust mann frá manni. Fyrst í næstu sveitir, og svo sýslu úr sýslu, unz þau voru lærð og sungin um alt landið. Svo tók bóka-útgefandi nokkur sig til og safnaði öllum kvæð- unum saman, og bjó til bók úr þeim. Hann gat þess í formála fyrir bókinni, hve mikil laðandi list og unaður væri fólginn í kvæðum þessa skálds, en það hefði sýnt sig á honum sem fleir- um í lifanda lífi, að það er sitt hvað, gæfa og gjörfuleiki. Og bókin var keypt og lesin og hlaut hvers manns lof, og útgefand- inn fékk ekki einungis borgaðan kostnaðinn, heldur talsverðan ágóða, sem hann stakk í vasa sinn. Nú þótti bændunum í dalnum heiður að því, að skáldið hefði lifað og dáið meðal þeirra. »Hann er orðinn frægur maður, og frægð hans er okkar frægð. Paö er upphefð fyrir dalinn að hafa átt slíkan mann,« sögðu þeir. »Við hefðum nú kannske átt að hjálpa honum eitthvað, meðan hann lifði, en hann bað okkur aldrei neins. — Pað var ekki okkar sök.« Og þeir klóruðu sér á bak við eyrað. »Við skulum setja minnisvarða á leiðið hans, eins og gert er við alla mikla menn. Það er bæði okkur og dalnum til sóma,« sögðu þeir. »Við ættum að minsta kosti að hækka það upp,« mælti fátæklingurinn. »Við skulum setja á það marmarasúlu, sem verði sú fallegasta á öllu landinu,« mælti ríkismaðurinn. »Og við skulum láta grafa á hana fegursta versið hans, og láta þess getið, að þetta sé þakklætisvottur frá vinum hans,« mælti gáfumaðurinn. »Eg vil að marmarinn sé í kross, því það á svo vel við yfir dauðum mönnum,« mælti heimskinginn. Og þeir settu stóran og vandaðan legstein á gröf skáldsins, sem kostaði mörg hundruð krónur. — En ekkja skáldsins er ennþá í vinnumenskunni með yngsta barnið sitt. — Hin tvö eru hreppsómagar þar í dalnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.