Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 57
137 það skoðun hans, áð sú verði aðferðin við húsagerð um allan heim í framtíðinni. Petta, sem hér er talið, er aðeins lítill hluti af öllum þeim aragrúa af nýjum uppgötvunum, sem gerðar voru árið sem leið. En þær eru, þó ekki séu fleiri taldar, svo merkar, að þær nægja til að sýna umbrot mannsandans og með hvílíkum risafetum menn eru farnir að hlaupa áfram á framfaraskeiðinu. Svo lítur nú út sem framfarir liðinna alda megi nú skoðast sem barnavípur einar; fyrst nú hafi mannvitið komist á þroskaaldurinn, en þó sjálfsagt langt í land, að hægt sé að segja, að það hafi náð fullum þroska. Hve miklar framfarir og uppgötvanir árið 1908 felur í skautisínu, er ósýnt enn; en vísast er, að það verði enginn eftirbátur næsta árs á undan, heldur jafnvel skari eins mikið fram úr því, eins og það skaraði fram úr fyrri árum. V G. Vestræn áhrif á Norðurlönd. Alexander Bugge: Vesterlandenes Indfly- delse paa Nordboernes og sœrlig Nord?Jicen- denes ydre Kultur, Levesœt og Sanifunds- forhold i Vikingetiden. Kristiania 1905. Spurningin um vestræn áhrif á Norðurlönd á víkingaöldinni er nú búin aö vera alllengi á döfinni, frá því hún fyrst kom fram, og má þó enn í mörgum greinum kallast óráðin gáta. Pví enn eru skoðanir manna um þetta efni mjög skiftar, svo að einn neitar harðlega, því er annar þykist sanna. Pó eru menn nú altaf að færast nær og nær markinu og hugmyndir manna óðum að skýr- ast. Pegar fyrst var farið að ræða um slík áhrif á bókmentirnar norrænu og goðafræðina, virtust menn nærri því skoða það sem goðgá, að halda því fram, að ekki væri alt í þeim af norrænum rótum runnið, heldur margar hugmyndir fengnar að láni annar- staðar að, er ýmist hefðu orðið samsteyptar þeim hugmyndum, sem fyrir vóru frá upphafi, eða breytt þeim og umskapað þær að meira eða minna leyti. Pað er eins og mönnum hafi fundist, að með þessu væri verið að skerða heiður og sæmd Norðurlandabúa,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.