Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 38

Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 38
irnar þagnaðar. Hinn þögli sáttasemjari lífsins var að enda dóm- þing sitt. Skáldið horfði angurblíðum augum út í dimmuna. Sumar- vinirnir höfðu kvatt hann hver af öðrum. Nú var hann að fylgja seinustu blómunum sínum til grafar. Hann leit yfir hinn þrönga, skuggalega dal, og svo upp í festinguna blástirndu. Honum sýndist stjörnurnar svo alvarlegar og svo kaldar, eins og kryst- allar vetrarins. Kvöldnepjan næddi í gegnum þunnu og slitnu fötin hans, svo hann skalf. En andi skáldsins fyltist djúpri, brenn- andi þrá, að losast úr böndum myrkursins — út yfir hin húm- köldu haustlönd. Honum fanst dalurinn kreppa að sér öllum megin, svo hann yrði að komast burtu. Og löngunin sterka léði honum svanaham, og hann sveif upp frá dalnum og yfir fjöllin, suður, suður, suður — yfir hafið myrkt og ægilegt, en altaf í suður. Hann þekti leið farfuglanna og vissi, hvar þeir voru, og hann létti eigi fyrri en hann kom til sólríkra landa. I’ar spratt vínviður og aldini, og þar spegluðust silfurtær vötn í gullroða sólarinnar. Par fann hann sumarvinina sína, sem flúnir voru. Og hann settist hjá þeim og söng með þeim. En lögmál lífsins leyfði honum ekki að dvelja lengi hjá þeim, því hann var aðeins gestur, sem átti skyldum að gegna heima fyrir. Hann myntist við vinina sína, og þeir lofuðu allir að koma aftur í dalinn, þegar sólin hækkaði yfir fjöllunum. Og andi skáldsins var eigi eins dapur, þegar hann kom aftur, eins og þegar hann fór að heiman. Og skáldið söng dularfulla söngva um lífið og dauðann, von- ina og örvæntinguna og fléttaði í þá eilífðarsveiga úr fölnuðum blómvöndum, heiðríkju haustsins og söngröddum sumarsins. Og ómur söngsins var svo þýður og viðkvæmur — svo þrunginn af sárum söknuði og unaðsfullri, dreymandi þrá, að augu bændanna fyltust ósjálfrátt tárum, þegar þeir sungu þá. Og allir sungu þeir ljóö skáldsins og kendu þau öðrum. II. Engin sól! Engin stjarna! Myrkrið og frostið tóku saman helbláum höndum, kafloðnum af ís, yfir dalinn. Pað var vetrar- nótt. Norðanhríðin lamdi alt og barði. Fönninni, sem hún áður var búin að safna saman, þyrlaði hún upp með ofsa valdi í stór- um gusum, bar hana þannig langar leiöir í fangi sér, kastaði henni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.