Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 38
irnar þagnaðar. Hinn þögli sáttasemjari lífsins var að enda dóm-
þing sitt.
Skáldið horfði angurblíðum augum út í dimmuna. Sumar-
vinirnir höfðu kvatt hann hver af öðrum. Nú var hann að fylgja
seinustu blómunum sínum til grafar. Hann leit yfir hinn þrönga,
skuggalega dal, og svo upp í festinguna blástirndu. Honum
sýndist stjörnurnar svo alvarlegar og svo kaldar, eins og kryst-
allar vetrarins. Kvöldnepjan næddi í gegnum þunnu og slitnu
fötin hans, svo hann skalf. En andi skáldsins fyltist djúpri, brenn-
andi þrá, að losast úr böndum myrkursins — út yfir hin húm-
köldu haustlönd. Honum fanst dalurinn kreppa að sér öllum
megin, svo hann yrði að komast burtu. Og löngunin sterka léði
honum svanaham, og hann sveif upp frá dalnum og yfir fjöllin,
suður, suður, suður — yfir hafið myrkt og ægilegt, en altaf í
suður. Hann þekti leið farfuglanna og vissi, hvar þeir voru, og
hann létti eigi fyrri en hann kom til sólríkra landa. I’ar spratt
vínviður og aldini, og þar spegluðust silfurtær vötn í gullroða
sólarinnar. Par fann hann sumarvinina sína, sem flúnir voru. Og
hann settist hjá þeim og söng með þeim. En lögmál lífsins
leyfði honum ekki að dvelja lengi hjá þeim, því hann var aðeins
gestur, sem átti skyldum að gegna heima fyrir. Hann myntist
við vinina sína, og þeir lofuðu allir að koma aftur í dalinn, þegar
sólin hækkaði yfir fjöllunum. Og andi skáldsins var eigi eins
dapur, þegar hann kom aftur, eins og þegar hann fór að heiman.
Og skáldið söng dularfulla söngva um lífið og dauðann, von-
ina og örvæntinguna og fléttaði í þá eilífðarsveiga úr fölnuðum
blómvöndum, heiðríkju haustsins og söngröddum sumarsins. Og
ómur söngsins var svo þýður og viðkvæmur — svo þrunginn af
sárum söknuði og unaðsfullri, dreymandi þrá, að augu bændanna
fyltust ósjálfrátt tárum, þegar þeir sungu þá. Og allir sungu þeir
ljóö skáldsins og kendu þau öðrum.
II.
Engin sól! Engin stjarna! Myrkrið og frostið tóku saman
helbláum höndum, kafloðnum af ís, yfir dalinn. Pað var vetrar-
nótt. Norðanhríðin lamdi alt og barði. Fönninni, sem hún áður
var búin að safna saman, þyrlaði hún upp með ofsa valdi í stór-
um gusum, bar hana þannig langar leiöir í fangi sér, kastaði henni