Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 73

Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 73
'53 laust bull, að dagurinn sveipist »viðbláum« svörtum skýjum. Fáir munu líka kannast við, að blái liturinn sé nokkurt einkenni á við eða tré. Rangt er í þessari útgáfu; »flytjum« (f. flytjumst) bls. 15; »al- máttugur« (f. almáttkur, sem rímið heimtar) 22; »hlægjandi« (f. hlæjandi, hlægja = að koma til að hlæja) 36; »stærilátur« (f. stærilátar) 37; »sveima-skorð« (f. seima-skorð) 66; »unarmildum« (f. ununar- mildum) 67; »eiði« (f. eiða) 73; »skáldi« (f. skaldi, sem rímið heimtar og líka er hin forna mynd orðsins) 108. En þessi orð eru öll rétt í 1. útg. og hér því líklega prentvillur. Prentvilla er og »skldi« (f. skildi) 107. Rangt stafsett er »hnípinn« (f. hnipinn, sbr. hniginn, siginn, litinn, gripinn) 17, 49 og »þygðu« (f. þigðu eða þiggðu) 97. Á bls. 16, 48 er ritað »geysar« (rangt), en rétt »geisar« á bls. 21. Aftur er »geysast« (36. 71, 78) rétt. Að öðru leyti er allur frágangur (prentun, pappír o. s. frv.) á útgáfunni hinn prýðilegasti. Framan við bókina er mynd af höf. og aftan við hana grein um hann eftir útgefandann, vel rituð, ásamt merki- legri frásögn um æskuár hans eftir bróður skáldsins Björn Jónsson. Bókin fæst nú hjá bóksölum á íslandi. V. G. Z. TOPELIUS: SÖGUR HERLÆKNISINS. f IV. Rvík 1907. 1 þessu bindi segir frá viðburðum á dögum Úlriku Elenóru (systur Karls 12.) og manns hennar Friðriks af Hessen, þegar hinir alkunnu stjórnmálaflokkar »Hattarnir« og »Húfurnar« börðust um völdin í Svía- ríki. En sagan snýst þó aðallega um tvær finskar ættir : Bertelskjölds og Larssonsættina, sem svo mikið hefir verið frá sagt í fyrri bindunum, og er því frásögnin beint áframhald af þeim. Er sagan sem fyr hin skemtilegasta og víða mjög »spennandi«. þýðingin er og yfirleitt góð og lipur, en tæplega með eins miklum fjörkippum eins og sumstaðar í fyrri bindunum. Fyrir koma og dönskuskotin orð, t. d. »forgefins« bls. 9, »samslags 262, »útfærsla« (= útflutningur vöru) 415. Merkilegt er og að sjá enn bróðir 25, móðir 390 og dóttir 402 fyrir bróður, móður og dóttur. Þá er og traðk orðið að »traðkur« 80 og »star- blinda« 411 karlkyns. Stafsetning er og talsvert ábótavant, t. d. »baksli« 374 f. bægsli, »slæji« 127 f. slægi, »dragi« 34 f. drægi, »lagi« 104, 154 f. lægi, »eykum« 37 f. eikum, »reym« 40 f. reim, »geisi-« (víða) f. geysi- o. s. frv. Auk þess óþægilegar prentvillur allvíða, t. d. »Starrfelt« (víða) f. Sparrfelt, »hagbjartan« (dag) 73 f. hábjartan, »skart« 16 f. skort, »skútana« 40 f. skútuna o. s. frv. Eitthvað er og skrítið við orðið »kamardúk 278 (og víðar); var það dúkur til að breiða á eða í kamrana í Stokkhólmi? — Yfirleitt hefði prófarkalesturinn þurft að vera langt um betri á þessum skemtilegu og prýðisfallegu sögum, en hann hefir verið. V. G. GUÐJÓN GUÐMUNDSSON: NAUTGRIPARÆKT VOR OG NAUTGRIPAFÉLÖGIN (sérpr. úr »Búnaðarr.« XXII). í’etta er ákaflega þörf ritgerð fyrir bændur og búalið, enda ljóst og vel rituð og ber vott um bæði mikinn áhuga og staðgóða þekkingu, eins. og fleiri greinar þessa höf. í »Frey« og víðar. Er hér með skýrslum frá nautgripafélögunum íslenzku ásamt ýmsum öðrum dæmum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.