Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 73

Eimreiðin - 01.05.1908, Síða 73
'53 laust bull, að dagurinn sveipist »viðbláum« svörtum skýjum. Fáir munu líka kannast við, að blái liturinn sé nokkurt einkenni á við eða tré. Rangt er í þessari útgáfu; »flytjum« (f. flytjumst) bls. 15; »al- máttugur« (f. almáttkur, sem rímið heimtar) 22; »hlægjandi« (f. hlæjandi, hlægja = að koma til að hlæja) 36; »stærilátur« (f. stærilátar) 37; »sveima-skorð« (f. seima-skorð) 66; »unarmildum« (f. ununar- mildum) 67; »eiði« (f. eiða) 73; »skáldi« (f. skaldi, sem rímið heimtar og líka er hin forna mynd orðsins) 108. En þessi orð eru öll rétt í 1. útg. og hér því líklega prentvillur. Prentvilla er og »skldi« (f. skildi) 107. Rangt stafsett er »hnípinn« (f. hnipinn, sbr. hniginn, siginn, litinn, gripinn) 17, 49 og »þygðu« (f. þigðu eða þiggðu) 97. Á bls. 16, 48 er ritað »geysar« (rangt), en rétt »geisar« á bls. 21. Aftur er »geysast« (36. 71, 78) rétt. Að öðru leyti er allur frágangur (prentun, pappír o. s. frv.) á útgáfunni hinn prýðilegasti. Framan við bókina er mynd af höf. og aftan við hana grein um hann eftir útgefandann, vel rituð, ásamt merki- legri frásögn um æskuár hans eftir bróður skáldsins Björn Jónsson. Bókin fæst nú hjá bóksölum á íslandi. V. G. Z. TOPELIUS: SÖGUR HERLÆKNISINS. f IV. Rvík 1907. 1 þessu bindi segir frá viðburðum á dögum Úlriku Elenóru (systur Karls 12.) og manns hennar Friðriks af Hessen, þegar hinir alkunnu stjórnmálaflokkar »Hattarnir« og »Húfurnar« börðust um völdin í Svía- ríki. En sagan snýst þó aðallega um tvær finskar ættir : Bertelskjölds og Larssonsættina, sem svo mikið hefir verið frá sagt í fyrri bindunum, og er því frásögnin beint áframhald af þeim. Er sagan sem fyr hin skemtilegasta og víða mjög »spennandi«. þýðingin er og yfirleitt góð og lipur, en tæplega með eins miklum fjörkippum eins og sumstaðar í fyrri bindunum. Fyrir koma og dönskuskotin orð, t. d. »forgefins« bls. 9, »samslags 262, »útfærsla« (= útflutningur vöru) 415. Merkilegt er og að sjá enn bróðir 25, móðir 390 og dóttir 402 fyrir bróður, móður og dóttur. Þá er og traðk orðið að »traðkur« 80 og »star- blinda« 411 karlkyns. Stafsetning er og talsvert ábótavant, t. d. »baksli« 374 f. bægsli, »slæji« 127 f. slægi, »dragi« 34 f. drægi, »lagi« 104, 154 f. lægi, »eykum« 37 f. eikum, »reym« 40 f. reim, »geisi-« (víða) f. geysi- o. s. frv. Auk þess óþægilegar prentvillur allvíða, t. d. »Starrfelt« (víða) f. Sparrfelt, »hagbjartan« (dag) 73 f. hábjartan, »skart« 16 f. skort, »skútana« 40 f. skútuna o. s. frv. Eitthvað er og skrítið við orðið »kamardúk 278 (og víðar); var það dúkur til að breiða á eða í kamrana í Stokkhólmi? — Yfirleitt hefði prófarkalesturinn þurft að vera langt um betri á þessum skemtilegu og prýðisfallegu sögum, en hann hefir verið. V. G. GUÐJÓN GUÐMUNDSSON: NAUTGRIPARÆKT VOR OG NAUTGRIPAFÉLÖGIN (sérpr. úr »Búnaðarr.« XXII). í’etta er ákaflega þörf ritgerð fyrir bændur og búalið, enda ljóst og vel rituð og ber vott um bæði mikinn áhuga og staðgóða þekkingu, eins. og fleiri greinar þessa höf. í »Frey« og víðar. Er hér með skýrslum frá nautgripafélögunum íslenzku ásamt ýmsum öðrum dæmum,

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.