Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 23
103
ísland, fjögur sumur, 5 sumur alls með ferðinni 1837. í’að sýndi
sig fljótt, að líkami Jónasar var ekki fær um slíkar ferðir, en
hugurinn bar hann þó áfram, svo það mátti heita, að hann ferð-
aðist meira af vilja en mætti. Jónas hafði ekki heilsu til að þola
vosbúð á ferðalagi og tjaldlegur, hann var þungur á sér og stirður
og tók nærri sér að ganga í fjöll og brettu. Sumarið 1840 ferð-
aðist hann með Japetus Steenstrup um Vesturland; gamall maður
í Aðalvík sagði mér, að Jónas hefði þá oftast dvalið í tjaldi, en
Steenstrup hefði klifrað berg og hamra einsog köttur. Með því
Jónas þoldi illa ferðalög og var oft þreyttur, reyndi hann að
hressa sig og stæla líkamann með áfengi; en það gjörði ilt verra,
hann varð oft vikum suman hálflasinn að hvíla sig á bæjum, og
og þess í milli fékk hann þunglyndisköst, svo hann gat lítið eða
ekkert starfað. Veturinn 1839—40 lá Jónas þunga legu íReykja-
vík, og hafði haustið áður legið veikur norður í Oxnadal; 1842
lagðist hann austur á Fljótsdalshéraði o. s. frv. Hver jarðfræð-
ingur, sem eitthvað verulegt vill gjöra að gagni á Islandi, verður
að vera brattgengur í fjöll og þola að liggja úti á öræfum, en
heilsuleysi Jónasar gjörði honum hvorttveggja ómögulegt; um
öræfi fór hann aldrei, en þau taka yfir meir én helming alls ís-
lands. Afleiðingin af öllu þessu varð, að hann gat ekki fram-
kvæmt það, sem hann ætlaði sér, rannsóknin varð öll í molum;
Jónas ferðaðist aðeins um vanalega vegi í bygðum og mun tæplega
hafa getað kynt sér fjórða hluta af flatarmáli landsins. Pað hafa
eflaust verið Jónasi mikil vonbrigði, að hann ekki gat framkvæmt
áform sín, en það er furða, hvað hann þó gat afrekað þrátt fyrir
alt heilsuleysið.
Pegar Jónas Hallgrímsson kom heim úr ferðinni á Aust-
fjörðum, haustið 1842, var farið að hugsa um íslandslýsinguna;
eðlislýsingu landsins átti Jónas að semja, en Jón Sigurðsson tók
að sér þjóðlýsinguna og mátti segja, að ekki var hægt að velja
betri menn. Til þessa fyrirtækis veitti Bókmentafélagið Jónasi
200 rd. styrk á ári og Jóni Sigurðssyni 150 rd. Vinna Jónasar
við lýsinguna gekk seint; hann byrjaði á ýmsum köflum, en hætti
svo aftur, svo ekkert varð úr neinu; mun heilsuleysi, féleysi,
þunglyndi og óþreyja mjög hafa dregið úr kröftum hans, og þegar
hann andaðist 26. maí 1845, aðeins eftir hann örlitlar, sundur-
lausar uppteiknanir til lýsingarinnar. Bókmentafélagið kostaði
útför Jónasar og styrkti hann nokkuð síðustu árin; það er