Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 39
svo ómjúkt nibur og hlóð úr henni snjókastala, margar mann-
hæöir yfir jarðflötinn. — Bær skáldsins var nær því allur hulinn
undir snjóhröftnunum. Hatin stóð í lægð, en þangað sækist hríðin
mest eftir að bera byrðar sínar, og hlaða þeim saman.
Uppi í rúmi í litlu lágu torf-baðstofunni blundaði skáldið og
hvíldist upp við herðadýnu. Hann lauk augunum upp til hálfs,
þegar stærstu byljirnir geisuðu yfir baðstofumæninn, svo hvein í
öllu, og sendu ískaldar frostrokur inn um smugurnar, setn þeir
fundu á gömlu moldarveggjunum; en svo lukust augu hans strax
aftur. Hann andvarpaði, og féll svo aptur í sama dvalann.
Konan hans sat á rúmstoknum með höfuðið hneigt ofan í
bringu, og hendurnar krosslagðar í kjöltunni. Á ofurlitlu borði
við höfðalagið týrði á olíulampa, sem sendi daufa ljósglætu yfir
að öðru rúmi, sama megin í baðstofunni. Öðru hvoru leit konan
upp. Augu hennar voru döpur og rauð af svefnleysi og gráti,
en samt sofnaði hún ekki. Hún horfði svefnþrungnutn augum yfir
hið náföla og innsogna andlit mannsins síns. Andardráttur hans
var þungur og erfiður og sogandi hrygla fyrir brjóstinu. Svo leit
hún yfir að hinu rúminu, þar sem börnin þeirra sváfu. f*að bærði
ekkert á þeim, og höfuð hennar hné aftur ofan í bringuna, augun
lukust aftur, en með ákveðnum viljakrafti hélt hún svefninum aftur.
Hún var búin að vaka svo margar nætur, og nú vissi hún, að
þessi hlaut að vera hin síöasta. Einkennin voru of glögg á
ásjónu hins deyjandi manns, til að efast um það.
Svo þetta var þá endirinn á draumum þeirra og vonum —
dauði, dauði, dauði! Myrkur yfir öllu — öllu — —
Hún leit í draumórum vökunnar yfir leiðina, sem þau höfðu
gengið saman. Hún var ekki löng — aðeins sex ár. Pau höfðu
sézt í fyrsta skifti, þegar hún var tvítug, en hann var þremur
árum eldri. Bæði voru þau efnalaus og áttu ekkert nema ástina,
sem þau báru hvort til annars, og óslitnar framtíðarbrautir, milli
fjalls og fjöru, sem voru hlaðnar og ruddar með höndum vonar-
vætta þeirra. — Eftir eitt ár voru þau gift og farin að búa. En
maðurinn hennar kunni ekki að búa. Hann var skáld, en ekki
búmaður. Pau höfðu byrjað með sama sem ekkert, og eftir sex
ára sambúð áttu þau líka sama sem ekkert, nema þrjú efnileg
börn, sem juku heimilisánægjuna, en sem bættu þó lítið fyrir
búskapnum. Skorturinn varð því hlutskifti þeirra. Hann hafði
aldrei verið sterkbygður, og klæðleysi og kuldi, skortur á góðri