Eimreiðin - 01.05.1908, Blaðsíða 40
120
og hollri næringu, að meðtöldum illum húsakynnum, og — máske
meira en nokkuð annað — að sjá allar framtíðarvonir sínar, um
að komast áfram í heiminum, hrynja til grunna,' varð honum
þyngri byrði, en hann fengi risið undir, og nú var ekkert annað
eftir — ekkert — ekkert — nema hinn þögli dauði.
Hún gat ekki — vildi ekki —- ásaka hann. Hún elskaði
hann, og hann hana. Hún skildi hann — þekti þrár hans og
langanir. Hversu oft hafði hann ekki skemt henni með söngunum
sínum fögru — ljóðunum inndælu. En til þess að búa þau til,
hafði hann tekið tímann frá heimilisskyldunum — frá henni og
börnunum. Hún vissi að aðrir átöldu hann. Peir höfðu sagt það
við hana, að hann væri ekki til neins, því hann kynni ekki að
bjarga sér. En þeir hinir sömu sungu söngvana hans og lásu
ljóðin hans — glöddust af þeim og skemtu sér við þau. Og þau
voru hans vinna. — Pví hefði hann aldrei fengið borgun fyrir
sína vinnu eins og aðrir? Eða var þá vinnan hans einskis virði?
Voru ljóðin hans, sem færðu líf og ánæggju inn á heimilin, ekki
þess virði að höfundur þeirra hlyti að minsta kosti ekki áfellis-
dóma fyrir að búa þau til — fengi fremur hjálp en fyrirlitningu ?
— En enginn hafði hjálpað honum, en allir tekið á móti ljóð-
unum hans eins og einhverri sjálfsagðri fórn frá honum. Henni fanst
þetta ekki vera réttlátt. Hún hafði oft talað um það við hann,
en hann aðeins sagt, að þeir kynnu að sjá það við sig seinna,
hann gjörði þetta hvort sem væri fyrir sjálfan sig, af því hann
hefði yndi af að gjöra það. — En henni fanst samt, að nágrann-
arnir breyttu ekki rétt. Og nú var hann að deyja! Svo þetta
var þá endirinn á allra þeirra draumum og vonum — — —
Um miðnætti lauk hann upp augunum og vaknaði til fulls af
svefndrunganum.
»Ertu hérna?« — »Já, hjartað mitt!« — »Ertu ekki ósköp
þreytt?« — »0 — ekki svo fjarskalega.« — »Hefirðu ekki sofnað
ennþá?« — »Nei.« — »Ekki ennþá! — En nú er það bráðum
á enda.«
»Já, ég veit það, elskan mín,« svaraði hún og fór að gráta.
»Já, ég er að deyja, hjartað mitt! Geturðu fyrirgefið mér?«
mælti hann í klökkum rómi.
»Ég hefi ekkert að fyrirgefa þér, elsku vinurinn minnU —
Tárin streymdu niður kinnarnar.
Éað glitraði tár í auga hins deyjandi manns. Hann leit yfir